is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30820

Titill: 
 • Nýsköpun og markaðssetning : mikilvægi aðgerðaáætlana við markaðssetningu vöru
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hafa vinsældir heilsuvara farið vaxandi á Íslandi. Þessi þróun hefur skapað ný tækifæri og nýja markaði fyrir sjávarútveginn í gegnum nýsköpun og þróunarstarf á hliðarafurðum. Árið 2015 kom frumkvöðlafyrirtækið Codland fram með nýja vöru, heilsudrykk sem er blandaður með kollageni úr þorskroði.
  Markmiðið með þessu lokaverkefni er að skilgreina markhóp fyrir kollagendrykkinn Öldu á innanlandsmarkaði og sýna fram á möguleika í formi markaðssetningar til að auka markaðshlutdeild vörunnar hér á landi. Til að fá innsýn í viðfangsefnið var eigindlegri rannsóknaraðferð beitt í formi viðtala. Einnig voru skilgreind mikilvæg hugtök tengd markaðsfræði með tilliti til vörunnar. Unnið var með markaðsgreiningar bæði á nær- og fjærumhverfi markaðarins með SVÓT greiningu. Lögð voru drög að aðgerðaráætlun þar sem stuðst var við miðaða markaðsfærslu, söluráðanna sjö og kynningarráðanna sex.
  Niðurstöður leiddu í ljós að ákjósanlegur markhópur fyrir vöruna eru konur á aldrinum 35-55 ára sem vilja hugsa vel um heilsu og húð sína. Markaðsstarf á vörunni hefur verið takmarkað við umfjöllun í fjölmiðlum. Höfundur telur að sóknarfæri séu til að gera betur. Mikil heilsuvakning hefur verið í íslensku samfélagi á síðustu árum og markaður fyrir heilsutengdar vörur hefur stækkað. Hægt er að bæta markaðssetningu á vörunni töluvert með markvissum og skýrum skilaboðum til markaðarins. Það er því það mat höfundar að varan gæti aukið markaðshlutdeild sína töluvert ef rétt er haldið á spilunum.
  Lykilorð: Markaðssetning, nýsköpun, sjávarútvegur, kollagen, markaðshlutdeild.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, the popularity of health products have grown in Iceland. This development has created new opportunities and new markets for the marine industry through innovation and development of the byproducts of fish. In 2015, the entrepreneurial company Codland introduced their first product made from byproduct of fish. The all natural icelandic lemonade drink made from marine collagen from codskin.
  The goal of this final project is to define a target group for the collagen drink Alda on the domestic market and to demonstrate marketing potential in order to increase the market share of the product in the country. To gain an insight into the subject, a qualitative research method was applied in the form of interviews. The project defines important terms associated with marketing. Market analysis was conducted in both near and remote markets with SWOT analysis. The marketing mix and the promotional mix were defined and used to plan how to position the product to the market. A plan of implementation was made for the product were the next steps of the marketing strategy were suggested.
  The findings of the thesis revealed that the optimal target group for the product are women between the ages of 35-55 who to take care of their body and want to keep their skin looking young. The marketing efforts on the product have been rather limited and mainly in the form of media coverage. The author believes that there are opportunities for improvement in Alda´s marketing to increase the awareness of the product and to increase its market share considerably.
  Keywords: Marketing, innovation, byproducts, marketing effort, collagen.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1Lokaskjal. Margrét Albertsdóttir.pdf911.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna