is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30840

Titill: 
  • Mat á samkeppnishæfni íslensks þorsks samkvæmt FPI (Fishery Performance Indicator)
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir og skoða hvar íslenskur þorskur stendur í samanburði við aðrar tegundir í öðrum fiskveiðistjórnunarkerfum. sjávarútvegur við Ísland hefur í gegnum tíð og tíma verið ein mikilvægasta atvinnugrein við landið ásamt því að vera meginstoð í efnahagskerfinu. Skortur hefur verið á heilsteyptu kerfi sem greinir undirstöður fiskveiðistjórnunarkerfa svo hægt sé að skoða hvar má gera betur ásamt því að geta borið eitt kerfi við annað með mælanlegum hætti. FPI eða fishery performance indicator eru margþátta líkan sem sett var upp í þeim tilgangi að meta hvar tegundir standa í fiskveiðistjórnunarkerfum í alþjóðlegum samanburði. FPI er kerfi sem komið var á fót af Wold bank og er skipt niður í 3 stoðir; umhverfislega, efnahagslega og samfélagslega hlutann. Í hverjum hluta er farið yfir þætti sem hafa einkunnarskala frá 1-5. Þættirnir skiptast niður í 68 „outputs“ og 54 „inputs“. Í verkefninu verða allir 3 hlutarnir teknir fyrir og skoðaðir með hliðsjón af íslenskum þorsk.
    Helstu niðurstöður eru þær að margþátta líkan FPI er gott verkfæri þegar skoða á styrkleika og veikleika einstakra fiskveiðikerfa eftir tegundum. Breytingar á kerfinu eru þó þarfar þar sem skýra þarf betur einstaka þætti í bæði „outputs“ og „inputs“. Ef samanburður á að vera skilvirkur þurfa þættir að vera skilgreindir betur þannig að skekkjur verði sem minnstar. Íslenskur þorskur er í næst besta fiskveiðistjórnunarkerfi af þeim kerfum sem búið er að meta innan FPI gagnagrunnsins en aðeins íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir humar skákar því við. Matið á íslenska þorskinum kom að mestu leyti vel út. Umhverfis-, og efnahagslegi hlutinn kom mjög vel út samanborið við önnur kerfi innan FPI en það komu fram nokkur atriði sem má bæta í samfélagslega hlutanum.
    Lykilorð: Fiskveiðistjórnunarkerfi, Samkeppni, Samanburður, Framleiðni, Verðmætasköpun, Þorskur

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this paper is to explain where Icelandic cod stands in comparison with other species in other fisheries management systems. Iceland's fisheries industry has traditionally been one of the most important industries in the country, as well as being a key factor in the economy. There is a lack of systems that identify the foundations of fisheries management systems in a way that you can look into what can be done better, as well as comparing two systems with statistical success. The FPI or the fishery performance indicator is a multi-dimensional model that is set up for the purpose of evaluating and comparing the world’s fisheries management systems. FPI is a system established by World Bank and divided into 3 pillars; social, economic and environmental part that can be divided into key dimensions; Stock performance, harvest asset performance, and post-harvest asset performance. Each section covers grades that are given on a scale from 1-5. The components are divided into 68 „outputs“ and 54 „inputs“. In this paper, all 3 pillars will be examined and inspected with reference to Icelandic cod.
    The main findings are that the multi-dimensional model is a good management tool when examining the strengths and weaknesses of individual fishing systems. Changes to the system are however necessary, where individual aspects of both „outputs“ and „inputs“ need to be explained in more detail. Even though the system is capable of assessing the strengths and weaknesses, it needs further development to be able to do a global comparison to minimalize errors. The Icelandic cod is the second best fisheries management system of all the systems that have been evaluated in the FPI database with only the Icelandic lobster fishing system above. The assessment of Icelandic cod was largely successful. The environmental and economic factors were very successful compared to other systems within the FPI. The community section on the other hand had a few factors that need to be viewed.
    Key words: Fishery management system, Competition, Comparison, Productivity, Value, Cod

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á samkeppnishæfni íslensks þorsks samkvæmt FPI (Fishery Performance Indicator).pdf3,57 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna