is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30842

Titill: 
 • Áhrif tækniþróunar á bolfiskvinnslu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikil tækniþróun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútveg síðustu áratugi. Markmið verkefnis er að fá betri yfirsýn yfir tækniþróunina sem hefur átt sér stað og áhrif hennar á bolfiskvinnslu. Tímabilið sem tekið er fyrir er frá komu fyrstu flæðilína um seinni part níunda áratugar 20. aldar til dagsins í dag. Megin áhersla er lögð á síðustu átta ár þegar róbóta og sjálfvirknivæðing færist í aukana. Einnig er borið saman þorskvinnslu á Íslandi og Noregi.
  Helstu niðurstöður eru þær að áhrif tækniþróunar í bolfiskvinnslum síðastliðin ár eru mjög mikil. Koma fyrstu flæðilína í bolfiskvinnslu hafði mikil áhrif, gríðarleg aukning varð á afköstum og tvöfölduðust kíló á manntíma ásamt minna vatnstapi í hráefni og hærra hlutfalli í flök. Þróunin síðustu átta ár snýst mikið um sjálfvirkni ásamt því að ná sem mestum verðmætum úr afurðinni. Með innleiðingu sjálfvirknibúnaðar eins og vatnsskurðarvéla í bolfiskvinnslu hefur störfum fækkað og því er minni launakostnaður ásamt meiri einsleitni í vörum. Einnig hefur verið mikil aukning í nýtingu frá betri flokkun og kælingu sem og nýrri og betri vélum til hausunar, flökunar og roðrífínga. Þessi þróun sem að mestu er dregin áfram af íslenskum fyrirtækjum hefur skilað allt upp undir tíföldun í afköstum sem eru komin upp í 100 kg á manntíma úr 12 kg á manntíma. Nýting hefur einnig aukist um 3 – 5%. Aukin tækniþróun hefur einnig haft mikil áhrif á gæði hráefnis ásamt nýtingu og getur hvert prósent í aukinni nýtingu skilað miklum vermætum.
  Áhugavert er að sjá að á hvert kíló af þorski er Ísland að skapa meiri verðmæti en Noregur. Áherslan á flakavinnslu á Íslandi hefur verið að aukast með komu aukinnar tækni og hefur tækniþróunin skilað miklum ávinningum fyrir vinnslur. Í Noregi er mesta áherslan hinsvegar á heilan fisk. Íslendingar hafa verið brautryðjendur í þróun á vinnslukerfum í fiskvinnslu og enn þann dag í dag er íslensk tækniþróun gríðarlega mikilvæg fyrir vinnslur.
  Lykilorð: Bolfiskvinnsla, tækniþróun, nýting, afköst, verðmætasköpun.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this project is to get a clear overview of the technological development in the Icelandic fisheries industry over the las few decades and its impact on whitefish processing. I will be focusing on the first flowline from the second half of the nineteenth century and that of the present day’s with the main emphasis is placed on the last eight years where robots and automation have increased. Cod processing in Iceland and Norway is also compared.
  The main finding is that the impact of technological developments in the whitefish processing over recent years has been very high. The establishment of the first flowline in whitefish processing created, a massive increase in performance doubling kilograms per man hour and allowed less water loss in raw materials and a higher fillet ratio. Automation has been the most important technical development over the last eight years allowing for the highest value from the product. With the introduction of automation equipment such as water-jet cutter technology in whitefish processing, jobs have decreased meaning lower labor costs and greater uniformity in products. There has also been a significant increase in utilization from better sorting and cooling as well as newer and better machines for heading, filleting and skinning. This technical development, largely deducted by Icelandic companies, has increased yields as high as tenfold and performance has risen from 12 kg/man-hour to 100 kg/man-hour. Utilization has also increased by 3 to 5 %. Technological development has also had a major impact on the quality of raw materials as well as utilization. Each percent of increased utilization yields a greater value.
  It is interesting to note that each kilogram of cod from Iceland has more value than that coming for Norwegian counterparts. The focus on fillet processing in Iceland has increased with technological development yielding considerable benefits for processing. In Norway, on the other hand, the focus has been on whole fish. Icelanders have been pioneers in the development of fish processing systems and so far Icelandic technological development is extremely important for whitefish processing.
  Keywords: Whitefish processing, technological development, utilization, performance, value.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Rúnar-Ingi-3.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna