is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30844

Titill: 
 • Efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs á Austurlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni var þess freistað að skoða efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs á Austurlandi. Sjávarútvegur hefur alla tíð verið mikilvæg atvinnugrein í landshlutanum og þrátt fyrir tilkomu Alcoa Fjarðaáls árið 2007 sem er nú stærsti starfsvettvangur á Austurlandi er mikilvægi sjávarútvegsins enn mikið. Markmið verkefnisins var að sjá hversu mikið stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Austurlandi skilja eftir efnahagslega í sínu samfélagi.
  Rannsóknarspurning er eftirfarandi: Hversu mikið skilja sjávarútvegsfyrirtækin eftir í sínu samfélagi? Framkvæmd var gagnaöflunarvinna þar sem sóst var eftir gögnum frá stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum á svæðinu frá póstnúmeri 690 Vopnafjörður til 781 Höfn í Hornafirði. Fimm stærstu fyrirtækin á svæðinu eru: HB Grandi á Vopnafirði, Síldarvinnslan í Neskaupstað og á Seyðisfirði, Eskja á Eskifirði, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði og Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði. Leitast var eftir upplýsingum um kaup á aðföngum í landshlutanum og ásamt því var sóst eftir upplýsingum um laun og launatengd gjöld ásamt starfsmannafjölda. Aðeins tvö fyrirtæki sáu sér fært að taka þátt sem voru HB Grandi á Vopnafirði og Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað.
  Niðurstöður sýna að HB Grandi og Síldarvinnslan skilja háar fjárhæðir eftir í sínu samfélagi og er dreifing þeirra á kaupum á vörum og þjónustu ásamt launum og launatengdum gjöldum nokkur frá póstnúmeri 690 Vopnafjörður til 765 Djúpivogur. Áhrifasvæði verkefnisins var breytt eftir að Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði sá sér ekki fært að taka þátt í verkefninu. Starfsmannafjöldi fyrirtækjanna er mikill í landshlutanum og þá sérstaklega ef miðað er við bæjarfélögin þar sem fyrirtækin eru með starfsstöðvar. HB Grandi er stærsti vinnuveitandinn á Vopnafirði og Síldarvinnslan sá stærsti í Neskaupstað. Helstu niðurstöður sýna að fyrirtækin tvö skilja um 930 milljónir íslenskra króna eftir í landshlutanum að meðaltali sem ein heild yfir tímabilið frá 2013 til 2017 í formi kaupa á vörum og þjónustu, 2.200 milljónir króna í formi launa og launatengdra gjalda sem eru því samtals um 3.130 milljónir í rekstrargjöldum að meðaltali á ári yfir sama tímabil. Ásamt þessu var starfsmannafjöldi fyrirtækjanna tveggja samtals um 408 í landshlutanum að meðaltali frá 2013 til 2017.
  Þar sem aðeins fengust gögn frá HB Granda á Vopnafirði og Síldarvinnslunni um kaup á vörum og þjónustu ásamt upplýsingum um laun og launatengd gjöld og starfsmannafjölda verður ekki mögulegt að meta mikilvægi sjávarútvegs í heild sinni á Austurlandi. Með gögnunum fæst þó nokkuð góð mynd af mikilvægi atvinnuvegarins í landshlutanum.
  Lykilorð: Íslenskur sjávarútvegur, Austurland, Sjávarútvegsfyrirtæki, mikilvægi, efnahagur

 • Útdráttur er á ensku

  In this thesis, the economic importance of the fishing industry in eastern Iceland will be examined. The fishing industry in the eastern region of Iceland has always been valued as an important industry for the area. The arrival of “Alcoa Fjarðarál” (aluminum factory) in 2007 created multiple job opportunities and quickly surpassed the fishing industry in number of employees. However, the fishing industry is still of great importance to the region. The aim of this study is to examine how much the largest fisheries in the eastern region contribute to the economic sector of their communities.
  The research question for this study is as follows; How much do the fisheries of eastern Iceland give back to their communities? This question was answered by collecting data from the largest fisheries in the area, spanning postal codes 690 Vopnafjörður to 781 Höfn í Hornafirði. The five largest businesses in that area are; HB Grandi in Vopnafjörður, Síldarvinnslan in Neskaupstaður and Seyðisfjörður, Eskja in Eskifjörður, Loðnuvinnslan in Fáskrúðsfjörður and Skinney Þinganes in Höfn í Hornafirði. The author sought information regarding purchases of resources in the area, wages, wage-related expenses and number of employees. Only two of the five fisheries mentioned above were willing to participate, HB Grandi in Vopnafjörður and Síldarvinnslan in Neskaupstaður.
  The results of this study are that HB Grandi and Síldarvinnslan have a large impact in their communities, and distribution of their purchases in goods, services, wages and wage-related expenses are widely spread through postal codes 690 to 765. The impact area of the project was adjusted since Skinney Þinganes in Höfn í Hornafirði was not able to participate. The number of employees working for the fisheries is of high magnitude in the area, especially when considering the size of the communities where the fisheries are located. HB Grandi is the largest employer in Vopnafjörður and Síldarvinnslan is the largest in Neskaupstaður. The primary results of this study show that these two fisheries contributed around 930 million ISK to the area on average over the period of 2013 to 2017 in form of goods and services, while paying 2.200 million ISK in the form of wages and wage-related expenses which sums up to 3.130 million ISK in operation expenses over the same time periods. Employees working for the two fisheries were approximately 408 (on average) from 2013 to 2017.
  Since data was only collected from HB Grandi and Síldarvinnslan regarding their purchases of goods and services including wage, wage-related expenses and employee numbers it was not possible to assess the importance of the fishing industry overall in the eastern region of Iceland in this study. However, with the data collected, a clear idea of the importance of the industry in the area is presented.
  Keywords: Icelandic fishing industry, East Iceland, Fishing companies, importance, economy

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 17.04.2055.
Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30844


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-RunarFreyrÞorhallsson.pdf1.16 MBLokaður til...17.04.2055HeildartextiPDF