is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30848

Titill: 
 • Mat á ávinningi vatnsskurðarvélar í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf. : í hverju felst ávinningur vatnsskurðarvéla í vinnslu á léttsöltuðum þorskbitum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bolfiskvinnsla á Íslandi hefur verið að þróast mikið undanfarin ár með tilkomu hátækni vatnsskurðavéla, sem skera beingarð úr fiskflökum og hluta flökin niður í bita.
  Íslenskir tækjaframleiðendur hafa verið frumkvöðlar núna í seinni tíð í við að þróa þessa skurðartækni og var Valka ehf. fyrst íslenskra tækjaframleiðenda til þess að koma slíkri vél af stað í karfavinnslu hjá HB Granda hf. í Reykjavík árið 2012. Árið 2013 kom Valka ehf. með vél sem gat skorið þorskflök og var sú vél sett upp í HB Granda hf. Akranesi.
  Árið 2014 kom Marel hf. með vatnsskurðarvél sem vinnur bæði með vatnsspíssum og skurðarhnífum, fór sú vél í vinnslu hjá Nýfiski hf. í Sandgerði. Í dag eru komnar vel á annan tug vatnsskurðavéla í fiskvinnslur á Íslandi og í kringum fimmtíu í heiminum öllum. Þá hefur þýski matvæla tækjaframleiðandinn Baader einnig hafið framleiðslu á slíkum vélum.
  Þessi tækni hefur kallað á breytingar á ýmsum búnaði í fiskvinnsluhúsum og einnig í vinnsluferlum hjá sumum fiskframleiðendum. Nokkurra ára reynsla er nú þegar komin á þessar vatnsskurðarvélar þar sem elstu vélarnar hafa verið í notkun í 4-5 ár og því ætti að vera hægt að skoða ávinningi af þessum vélum.
  Markmið með þessu verkefni er að greina breytingar í vinnslu við innleiðingu vatnsskurðartækni og meta hvort þessi tækni skili ávinningi í hvítfiskvinnslu. Til þess að skoða þessa nýju tækni var eftirfarandi verkefni unnið með fiskvinnslufyrirtækinu Jakobi Valgeiri ehf. í Bolungarvík. En fyrirtækið sérhæfir sig í að vinna léttsöltuð þorskflök og þorskbita. Þá tók fyrirtækið í notkun FleXicut vatnsskurðarvél frá Marel í desember 2015 án þess að breyta öðrum þáttum vinnslunnar.
  Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi:
  Í hverju felst ávinningur vatnsskurðarvéla í vinnslu á léttsöltuðum þorskbitum?
  Til þess að svara spurningunni var leitast eftir því að skoða þá fjóra lykilþætti sem eru líklegastir til að hafa áhrif á ávinning fiskvinnslunnar:
  A. Starfsmannafjöldi
  B. Afköst
  C. Nýting flaka
  D. Verðmæti
  Lykilorð: Þorskur, léttsaltaðir hnakkar, vatnsskurðarvél, ávinningur, FleXicut.

 • Útdráttur er á ensku

  Cod processing in Iceland has developed a lot in recent years with the advent of water-jet cutting machines that automatically cut bones from fish fillets and then cut the fillets into portions.
  Icelandic equipment manufacturers have been the pioneers in developing this new cutting technique, Valka ehf. was the first Icelandic equipment manufacturer to launch such a machine in redfish processing at HB Grandi hf. in Reykjavík in the year 2012. In 2013, Valka ehf. introduced a machine that could also cut cod fillets as well, this machine was installed at HB Grandi hf. in Akranes.
  In 2014, Marel hf. introduced a machine that cuts using both water-jets and knives, this first machine was installed at Nýfiskur hf. in Sandgerði. Today, around 50 water-jet cutting machines have been installed in fish processing plants around the world, with more than 20 of these in Iceland along. Furthermore, German food processing machine maker Baader has also started manufacturing such machines.
  This technology has prompted some changes being made to other equipment in fish processing plants, as well as process changes for some fish producers. Now that the oldest of the water-jet cutting machines have been in use for four to five years, it is possible to start evaluating the benefits of this new technology.
  The aim of this project is to analyze changes in processing instigated by the implementation of water-jet cutting technology and to assess whether this technology is delivering benefits to the whitefish processing. In order to assess this new technology, the following project was carried out with fish processing company Jakob Valgeir ehf. in Bolungarvík, Iceland, which specialize in the production of light salted cod fillets and portions. Jakob Valgeir ehf., started using Marel’s FleXicut water-jet cutting machine in December 2015 without changing other aspects of their processes.
  This essay addresses the following research question:
  What is the benefit of using water-jet cutting machines in the production of lightly salted cod portions?
  In order to answer this question, the following four key factors in evaluating the success of fish processing were addressed:
  A. Manpower
  B. Throughput
  C. Yield
  D. Value
  Keywords: Cod, light salted loin, water cut machine, payback, FleXicut.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 18.05.2028.
Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á ávinningi vatnsskurðarvélar í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs ehf..pdf5.6 MBLokaður til...18.05.2028B.S. RitgerðPDF