is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3085

Titill: 
  • Sameiginleg forsjá samkvæmt íslenskum barnarétti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sameiginleg forsjá barna var gerð að meginreglu á Íslandi með lögum nr. 69/2006, við skilnað eða slit skráðrar sambúðar foreldra en þetta fyrirkomulag hafði þó verið heimilt skv. íslenskum rétti síðan 1992. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að foreldrar hafi samráð sína á milli um allar meiriháttar ákvarðanir sem varða sameiginleg börn þeirra. Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir sameiginlegri forsjá, inntaki hennar og réttaráhrifum auk þess sem sjónum verður beint að reynslu foreldra og barna af sameiginlegri forsjá. Einnig verður fjallað um þá möguleika sem fyrir hendi eru komi upp ágreiningur milli foreldra um forsjá og kynnt þau sjónarmið sem helst eru ráðandi við mat dómstóla á því hvort foreldrið skuli fara með óskipta forsjá komi til slita á sameiginlegri forsjá og kannað hvort feður standi höllum fæti gagnvart móður í þeim efnum. Samkvæmt íslenskum rétti hafa dómstólar ekki heimild til þess að dæma um áframhaldandi sameiginlega forsjá vilji annað foreldrið eða jafnvel báðir foreldrar slíta henni og eru því bundnir af því að dæma öðru foreldrinu óskipta forsjá. Álitamál er í dag hvort þessu eigi að breyta og bent hefur verið á að lagaframkvæmdin eins og hún er í dag sé sérstaklega ósanngjörn gagnvart því foreldri sem ekki vill slíta sameiginlegri forsjá. Í ritgerðinni verður fjallað um það hvort tímabært sé að veita íslenskum dómstólum þessa heimild og þar með að feta í fótspor hinna Norðurlandanna sem öll hafa tekið upp þessa heimild. Að lokum verða settar fram tillögur um úrbætur á því sem höfundur telur að megi betur fara.

Athugasemdir: 
  • verkefnið er lokað til júlí 2010
Samþykkt: 
  • 23.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3085


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
öll ritgerðin fixed.pdf962.58 kBOpinnsameiginleg forsjá samkvæmt íslenskum barnarétti -heildPDFSkoða/Opna