is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30853

Titill: 
  • Tímasetning upplýsingaskyldu innherjaupplýsinga sem myndast í uppgjörsvinnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um tímasetningu upplýsingaskyldu innherjaupplýsinga sem myndast við uppgjörsvinnu. Álitaefnið er til komið vegna nýlegs úrskurðar Fjármálaeftirlitsins frá 4. apríl 2017 þar sem Eimskipafélag Íslands hf., hér eftir Eimskip, var sektað fyrir brot gegn 1. mgr. 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, hér eftir vvl. Málið fór 18. apríl 2018 fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, sem staðfesti sektarákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Málið er reifað sérstaklega í ritgerðinni varðandi það álitaefni sem hér er til skoðunar. Áður en það er þó gert er fyrst litið á upplýsingaskyldu útgefenda skv. VII. kafla vvl. sem fjallar um atviksbundnar upplýsingar og 1. mgr. 122. gr. vvl. sem fjallar um viðvarandi upplýsingaskyldu. Svarað er spurningum sem varða birtingu þessara upplýsinga, þá í ljósi orðalagsins „eins fljótt og auðið er“. Í ákvæðum 57. og 58. gr. vvl. í VII. kafla er kveðið sérstaklega á um birtingafrest sem útgefendur hafa. Hvað 1. mgr. 122. gr. vvl. varðar er fyrst skoðað hvenær upplýsingar teljast innherjaupplýsingar skv. 120. gr. vvl. áður en fjallað er um birtingu þeirra. Til álita varðandi birtingu innherjaupplýsinga er hvort ákvæði reglugerðar nr. 630/2005, samræmist 1. mgr. 122. gr. vvl. Höfundur komst að þeirri niðurstöðu, m.a. út frá dómaframkvæmd, að birta beri innherjaupplýsingar um leið og þær myndast eða sækja um frest til birtingar þeirra skv. 4. mgr. 122. gr. vvl. Eins og sjá má er því ekki sama svigrúm til birtingar veitt í ákvæðum VII. kafla vvl. og 1. mgr. 122. gr. vvl. Í lokin er velt upp þeim spurningum hvenær uppgjörs upplýsingar verði innherjaupplýsingar og hvernig skal staðið að birtingu þeirra. Út frá máli Eimskips, sem og danska fjármálaeftirlitinu og danska lagaprófessornum Jesper Lau Hansen, er komist að þeirri niðurstöðu að ef skilyrðum 120. gr. vvl. sé uppfyllt ber að birta slíkar upplýsingar um leið og þær myndast. Höfundur taldi þó tilefni til þess að skoða slíka framkvæmd nánar.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    This thesis discusses the timing of disclosure of insider information that comes into being during financial report work. The issue arises from the recent decision of the Icelandic Financial Supervisory Authority, hereafter FME, from April 4, 2017, where Eimskipafélag Íslands hf., hereafter Eimskip, was fined for violation of para 1. art 122. act no. 108/2007, hereafter vvl. The case went before the District Court of Reykjavík, which confirmed FME‘s decision. The thesis sums up the facts of the case with regard to the issues focused on. To begin with, the issuer‘s disclosure requirements is looked at, under VII. chapter vvl. which deals with incidental information and para 1. art. 122. vvl. which addresses continuous disclosure requirements. Questions concerning the disclosure of this information will be answered, considering the phrase "as soon as possible" which is in both provisions. In chapter VII., arts. 57 and 58, issuers are provided with a disclosure deadline. Before discussing the disclosure of information in para 1. art. 122. vvl., the issue of when information is considered insider information is discussed. The disclosure of insider information is looked at in connection with the provisions of Regulation no. 630/2005 and how it complies with para 1. art 122. The conclusion, after reviewing, among other things, case law, is that insider information should be disclosed as soon as the information comes to light, or that a delay of disclosure should be applied for in accordance with para 4. art 122. vvl. There is a variation in flexibility for disclosure provided in VII. chapter and para 1. art. 122. vvl. Finally, the thesis contemplates when financial reporting information becomes insider information and how it should be disclosed by issuers. According to the Eimskip case, as well as the Danish Financial Supervisory Authority and Danish law professor Jesper Lau Hansen, the conclusion is that when information meets the requirements of inside information, as stated in art. 120. vvl., issuers must disclose it as soon as it comes to light. The author, however, deems it reasonable to examine the issue further.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30853


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Loka f. Skil - án villna.pdf394.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna