Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30857
Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að rannsaka mörk tilraunar og fullframins brots. Réttarsögulegt ágrip er stuttlega rakið þar sem skýrt verður frá tilkomu ákvæðis um tilraun í íslenska hegningarlagalöggjöf árið 1869 og þeirri breytingu sem varð á henni með lögum nr. 19/1940. Því næst verður almenna tilraunarheimild 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 skoðuð og því lýst hvenær hún á við, hvernig henni er beitt í framkvæmd auk þess sem samanburður er gerður við sambærilegt ákvæði í dönskum rétti. Þar á meðal er farið yfir hvernig framkvæmdin er ef sérlög innihalda ekki sérstakt tilraunarákvæði og hvort hægt sé að lögjafna frá 20. gr. almennra hegningarlaga. Einnig eru mörk 20. og 21. gr. almennra hegningarlaga rakin, en 21. gr. vísar til afturhvarfs frá tilraun sem heimilar, að uppfylltum vissum skilyrðum, að refsing falli niður. Samanburður er gerður á því hvernig hæstaréttardómarar dæma fyrir tilraunabrot annars vegar og fullframin brot hins vegar og komist að niðurstöðu um mörkin þar á milli. Rannsóknin er takmörkuð við brotin kynferðisbrot, fíkniefnabrot, manndrápsbrot, líkamsárásarbrot og rán, enda eru þau með alvarlegustu refsiverðu brotum í íslensku réttarkerfi. Rannsókninni er ætlað að varpa ljósi á það hvort dómarar ákvarða mildari fangelsisrefsingu ef brotið er tilraunarbrot. Niðurstaðan um mörk fullframins brots og tilraunar er í grófum dráttum sú að vanti efnisþátt til þess framkvæma afbrotið eins og því er lýst í lögum er refsað fyrir tilraun, en til þess að refsað sé fyrir fullframið brot þurfa allir efnisþættir verknaðar að vera fyrir hendi eins og því er lýst í lögum. Þegar refsað er fyrir tilraun fer það eftir brotaflokki hvort refsingin er almennt lægri eða sú sama samanborið við refsingu fyrir fullframið brot.
The main topic of this thesis is to clarify the boundaries between an attempted criminal act and complete offence. A summary of the history and the way the article about attempted criminal acts was presented to Icelandic legislation in 1869 and how it was amended in 1940 when the present Criminal Code came into force. The thesis examines Article 20 of the General Penal Code no. 19/1940 and describes how it is applied in practice, as well as comparing to similar articles of the Danish criminal code. According to Article 20(1) of the General Penal Code an attempted criminal act is only punishable if based on a clear legal authority. Therefore, it will be examined how an attempt can be punishable if it is a breach of other Icelandic law. Thereafter, the difference between Article 20 and 21 will be determined. A comparison is then made on the difference of how the justice of the supreme court has judged attempted criminal acts as opposed to complete offence. This research is limited to the offence of sexual offence, drug offence, murder, assault and robbery, which are considered the most serious offences in the Icelandic justice system. The research is supposed to clarify whether judges reduce sentences for attempted criminal acts. The conclusion of the boundaries between an attempted criminal act and complete offense is, broadly speaking, that if a constituent of an act to complete an offence is missing then it will be considered an attempted criminal act, but if every constituent of an act is fulfilled, as it is described in the article, then it will be considered a complete offence. When punished for attempted criminal acts, it depends on the offense whether the penalty is generally reduced or the same as a penalty for a complete offence.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mörk tilraunar og fullframins brots_Hlín Gísladóttir.pdf | 738,63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |