is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30859

Titill: 
 • Innleiðing matvælalöggjafar Evrópusambandsins í íslenskan rétt
 • Titill er á ensku Implementation of the Food Law Package into Icelandic law
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar var að varpa ljósi á innleiðingu matvælalöggjafar ESB í íslenskan rétt. Í þeim tilgangi ákvað höfundur að fjalla fyrst um almenn atriði er varða lagasetningu í ESB-rétti, upptöku ESB-gerða í EES-samninginn og innleiðingu þeirra í íslenskan rétt. Að lokinni framangreindri umfjöllun einblíndi höfundur á matvælalöggjöf ESB.
  Á síðari hluta tíunda áratugar 20. aldar tók að halla á fæðuöryggi á evrópskum markaði. ESB fann sig knúið til þess að sporna gegn þessari þróun og endurvekja traust neytenda til markaðarins. Því setti ESB „hin almennu matvælalög ESB“ sem mynda þann grunn sem matvælalöggjöf ESB byggir á.
  Ísland hafði verið að stórum hluta undanþegið kafla I í viðauka I við EES-samninginn varðandi ákveðnar dýraafurðir og aðeins tekið upp í landsrétt þær gerðir er vörðuðu fisk og sjávarafurðir. Matvælalöggjöf ESB fól í sér nýjar samræmdar reglur sem leiddu til þess að ekki var unnt að greina á milli matvæla með sama hætti og áður. Við upptöku matvælalöggjafarinnar í EES-samninginn bar því að endurskoða áðurgreinda undanþágu Íslands.
  Tafir urðu á erfiðum samningaviðræðum milli ESB og EFTA-ríkjanna vegna upptöku matvælalöggjafarinnar í EES-samninginn. Ritgerð þessi varpar ljósi á að framangreind vandkvæði má að miklu leyti rekja til mótþróa íslenskra stjórnvalda. Ýmsir þingmenn Alþingis reyndu að vekja athygli á því að verið væri að innleiða matvælalöggjöfina með ófullnægjandi hætti en töluðu fyrir daufum eyrum. Matvælalöggjöf ESB var innleidd í íslenskan rétt með ófullnægjandi hætti og var það staðfest í ráðgefandi álitum EFTA-dómstólsins í máli E-17/15 Ferskar kjötvörur gegn íslenska ríkinu og sameinuðum málum E-2/17 og 3/17 Eftirlitsstofnun EFTA gegn íslenska ríkinu.
  Niðurstaða höfundar er sú að íslenska ríkið skuli aðlaga landsrétt að matvælalöggjöf ESB svo samrýmist skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins. Takist ekki að aðlaga íslenskan rétt að matvælalöggjöfinni munu fleiri samningsbrota- og skaðabótamál vera höfðuð gegn íslenska ríkinu í framtíðinni.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this thesis was to shed light on the implementation of the Food Law Package of the EU at the national level in Iceland. For that purpose, the author decided to firstly discuss general issues regarding the lawmaking process of the EU, the incorporation of EU legislation into the EEA Agreement, and its implementation at the national level in Iceland. After the aforementioned discussion, the author switched focus to the Food Law Package.
  The level of food safety began to drop in the European market towards the late 1990s. The EU felt compelled to combat this problem and re-build the consumers trust. Therefore the EU adopted the ‘General Food Law’ that lays down the foundation for the Food Law Package.
  Iceland had been exempt from a large part of Chapter I of Annex I of the EEA Agreement, regarding certain animal products, and only implemented acts regarding fisheries, and aquaculture products. The Food Law Package includes new harmonized rules that apply to the entire food chain without separation. Therefore the incorporation of the package in the EEA Agreement led to a review of the exemption.
  Negotiations between the EU and the EFTA-states regarding the incorporation of the package into the EEA Agreement were pro-longed and difficult. This thesis shows that the aforementioned difficulties were largely caused by the Icelandic government‘s opposition. Various members of Alþingi tried to draw attention to the fact that the package was being implemented inadequateley without success. The implementation of the Food Law Package into Icelandic law was inadequate, and this has been confirmed by the EFTA Court in it’s advisory opinion in the cases of E-17/15 Ferskar kjötvörur v. Iceland and the joined cases of E-2/17 and E-3/17 EFTA Surveillance Authority v. Iceland.
  The author concluded that the Icelandic government should adapt national law to the Food Law Package so that it complies with Iceland’s obligations according to the EEA-agreement. Failure to do so will cause more infringment procedures and lawsuits for damages to be brought against Iceland in the future.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa-BA-ritgerð-PDF.pdf583.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna