is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30860

Titill: 
 • Uppreist æru : Stjórnsýslumeðferð frá árinu 2006 til 2016
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um uppreist æru frá árinu 2006 til 2016. Rakin verður saga löggjafar er leit að uppreist æru. Áhugi höfundar kviknaði á þessu málefni eftir að mikil umræða varð í samfélaginu eftir að dómur Hæstaréttar í máli nr. 361/2017 féll þar sem einstaklingur endurheimti lögmannsréttindi sín eftir að hafa fengið uppreist æru en hann hafði áður verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum stúlkum. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að rannsaka stjórnsýslumeðferð mála er leit að uppreist æru. Til rannsóknar voru 60 umsóknir um uppreist æru á þessu tíu ára tímabili. Við rannsóknina komu fram ýmis álitamál sem fjallað er um í ritgerðinni, eins hvenær refsing telst að fullu úttekin. Mál er tengdust kynferðisafbrotum voru rannsökuð sérstaklega með það í huga hvort að málshraðareglu hafi verið fylgt eftir. Þessi mál voru einnig skoðuð sérstaklega með það markmið að reyna að svara spurningunni um hvort að tegund brota og sakaferill hafi skipt máli við ákvörðun um uppreist æru. Framkvæmd Norðurlandanna er snýr að þessum málaflokki er skoðuð ásamt því að fjallað verður sérstaklega um afnám ákvæða er litu að uppreist æru hér á landi.
  Við gerð þessarar ritgerðar komst höfundur að þeirri niðurstöðu að margt mætti betur fara í málsmeðferð stjórnsýslunnar í þeim málum er litu að uppreist æru. Í niðurstöðukafla setur höfundar fram niðurstöðu álitaefna sem komu fram ásamt sinni tillögu um hvernig hægt væri að haga framtíðarlöggjöf varðandi missi borgaralegra réttinda.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this essay will cover the restoration of Civil Rights (RCR) from 2006 to 2016 and the history of the legislation regarding RCR. Much debate and discussion arose on this topic in the Icelandic society after the Supreme Court ruling in case no. 316/2017 when a
  lawyer reclaimed his license to argue before a court, after being previously convicted for sexual assault against four girls. The aim of this research is to investigate the administrative procedure in granting RCR. Sixty applications of RCR were examined in a ten year period. Various disputes arose during this research, such as, when is a sentence considered fully served. Cases related to sexual offences were specifically examined to see if they were in compliance with a procedural rule that obligates the government to conclude cases in the shortest time possible.
  All cases were also examined specifically in regard to bias, for example did the type of the crime or the criminal record have an effect on the decision of RCR? The Nordic execution regarding RCR is also examined as well as the expected repeal of RCR provisions in the Icelandic penal code.
  The conclusion of this research is that improvements can be made in the administrative procedures in cases involving RCR and future legislation regarding loss of civil rights is proposed.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-IBM pdf.pdf480.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna