Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/30862
Ritgerð þessi leitast við að varpa ljósi á lagalega stöðu kosningaáróðurs hér á landi. Að auki verður haft í huga það hlutverk er peningar geta spilað í slíkri starfsemi. Ísland hefur séð aukinn kosningaáróður undanfarið – og þá sérstaklega á samfélagsmiðlum. Við sem þjóð þurfum að vera vakandi fyrir þeim viðfangsefnum sem slíkri þróun getur fylgt – en á sama tíma verðum við að geta fagnað lýðræðislegri umræðu. Skoðað verður hvernig kosningaáróðri er háttað hjá hinum ýmsu aðilum og er þá aðallega átt við frambjóðendur sjálfa, stjórnmálaflokka og svokallaða þriðju aðila. Enn fremur verður bent á hvaða mögulegu takmarkanir á kosningaáróðri íslensk stjórnvöld geta gripið til – ef vilji er fyrir hendi á annað borð. Höfundur leggur sérstaka áherslu á þá varfærni sem gæta verður þegar fjallað er um tjáningarfrelsið enda er það meðal okkar mikilvægustu mannréttinda. Það er einlæg von höfundar að ritgerð þessi varpi skýru ljósi á þetta mikilvæga viðfangsefni. Að auki vonar höfundar að ritgerðin hvetji fólk til umhugsunar um tjáningarfrelsi, kosningaáróður og það hlutverk er peningar í stjórnmálum geta spilað.
This essay aims to shed light on the legal aspects of political propaganda in Iceland. It also keeps in mind the role money can play in such matters. Iceland has seen a rise in politcal propaganda lately – and especially on social media. We as a nation, must stay vigilant to the challenges such development brings – but at the same time we must celebrate a democratic discussion. In this essay, the role of political propaganda will be examined when it comes to candidates, political parties and the so called third party campaigners. Also it will be pointed out what possible restrictions on political propaganda the Icelandic government could take – if that is the course taken. The author emphasizes especially the strong need for caution when contemplating restrictions due to the fact that freedom of expression is among our most valuable human rights. It is the author´s sincere hope that this essay sheds light on the topic at hand. In addition the author hopes that the essay encourages people to contemplate on freedom of expression, political propaganda and the role money can play in politics.