Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30864
Þessi ritgerð tekur á hugtökunum neyðarrétti og neyðarvörn. Neyðarvörn og neyðarréttur eiga sína sögu að rekja til fyrstu hegningarlaga sem gerð voru fyrir Ísland árið 1869. Þóttu hegningarlögin þá vera mikil réttarbót fyrir Ísland. Í þá daga voru ákvæðin um neyðarvörn og neyðarrétt lögfest í ákvæðum 41 og 42. Í almennum hegningarlögum nr. 19/1940, voru þau færð framar í lögin og er þar að finn í greinum 12 og 13.
Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður fjallað um afbrot og refsingar. Einnig eru tekin fyrir refsinæmi og refsiskilyrði. Þar sem meðal annars er fjallað um hvað þarf að vera til staðar þegar afbrot eru annars vegar.
Í seinni hluta ritgerðarinnar er fjallað um hugtökin neyðarrétt og neyðarvörn, þar sem farið er dýpra í hugtökin og hvað þau þýða fyrir hegningarlögin. Farið er yfir þá lögmætu hagsmuni sem þurfa að vera til staðar til þess að hægt sé að dæma verknað refsilausan á grundvelli þessara atriða. Einnig er farið yfir þær refsilækkunarheimildir sem eru til staðar í hegningarlögunum ásamt því að fjalla stuttlega um neyðarhjálp.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ForsíðaMargrétHildur.pdf | 1,52 MB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
Neyðarvörn og Neyðaréttur (1).pdf | 802,38 kB | Lokaður til...31.05.2068 | Heildartexti |