is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30874

Titill: 
 • Hrós, jákvæðni og frelsi : einkenni góðra stjórnenda á Austurlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangurinn með þessari rannsókn er að kanna hver einkenni góðra stjórnenda eru. Sérstaklega er skoðað hvort góður stjórnandi þurfi að vera leiðtogi og hvort munur sé á svörum deildarstjórnenda, millistjórnenda og æðstu stjórnenda. Höfundur setur fram þá kenningu að mikilvægt sé fyrir góða stjórnendur að vera leiðtogar og að lítill munur sé á leiðtogum og góðum stjórnendum.
  Fyrri hluti ritgerðarinnar er fræðilegur þar sem farið er yfir hugtök tengd stjórnun, stjórnendum, forystu, deildarstjórnendum, millistjórnendum og æðstu stjórnendum. Í seinni hlutanum er farið yfir rannsóknina, framkvæmd hennar og niðurstöður. Tekin voru viðtöl við stjórnendur á Austurlandi en engin sérstök atvinnugrein varð fyrir valinu. Leitast verður eftir því að fá innsýn í það hvað stjórnendum á Austurlandi finnst vera einkennandi fyrir góða stjórnendur og þá hvort þeir telji mikilvægt fyrir góða stjórnendur að vera leiðtogar eða ekki.
  Við framkvæmd rannsóknarinnar er notuð eigindleg aðferð þar sem tekin eru viðtöl við tíu stjórnendur á Austurlandi, þrjá deildarstjórnendur, þrjá millistjórnendur og fjóra æðstu stjórnendur. Viðmælendur eru beðnir að svara spurningum um einkenni góðra stjórnenda, einkenni góðra leiðtoga, hvað það er sem hvetur starfsfólk áfram og hvort mikilvægt sé fyrir góðan stjórnanda að vera leiðtogi og þá afhverju. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að góðir stjórnendur þurfi að vera jákvæðir, tilbúnir að gefa starfsmönnum sínum frelsi og að mikilvægt sé að þeir séu leiðtogar.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this research is to find out the characteristics of good managers. We try to find out if good managers are leaders and if there is different answers by first-line managers, middle-managers or top-managers. The author puts out the theory that good managers need to be leaders and that it is little difference between leaders and good managers.
  The first part of this essay is theoretical where we go over concepts linked to management, managers, leadership, first-line managers, middle-managers and top-managers. The latter part is an analysis of the results from the interviews that were taken with managers from East Iceland, but no special line of work was selected. Efforts will be made to gain insight into what managers in East Iceland feels is characteristic of good managers and if they think it is important for good managers to be leaders or not.
  During the study, a qualitative approach was used, interviewing ten managers in East Iceland, three first-line manager, three middle-managers and four top-managers. Candidates were asked to answer questions about characteristics of good managers, characteristics of good leaders, what motivates staff and whether it is important for good managers to be leaders and why. The results of this essay indicate that the characteristics of good managers are that they have to have a positive attitude, ready to give their staff freedom and that it is important for them to be leaders.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30874


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anton lokaritgerð - Final.pdf498.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna