is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30876

Titill: 
 • Hver er munurinn á aðgengi inn á húsnæðismarkað og lánakjörum á Íslandi og í Noregi?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í skýrslu þessari er verið að leytast eftir svari við rannsóknarspurningunni „Hver er munurinn á aðgengi inn á húsnæðismarkað og lánakjörum á húsnæðislánum á Íslandi og í Noregi?“ Við vinnslu skýrslunar voru lánamarkaðir á Íslandi og í Noregi skoðaðir ásamt því að nota megindlega aðferðafræði við gagnaöflun. Í framhaldi var farið í eigindlega aðferðafræði við rannsóknina. Viðmælendur fengu sendan lista með spurningum sem tengjast upplifun þeirra á lántöku á húsnæðisláni á þessum tveimur mörkuðum. Fræðileg umfjöllun skýrslunar snýr að hugtökum sem tengjast lántökum ásamt því að farið var ýtarlega yfir hugtök sem tengjast efnahagsmálum þjóðanna svo sem peningastefnu landanna, stýrivexti, verðtryggingu og vísitölur. Skýrsluhöfundur vildi fá að vita hvaða skoðun almenningur hafði á málefninu þar sem mikið er rætt um þessi mál í þjóðfélaginu. Skoðun hins almenna borgara kemur ekki alltaf vel í ljós heldur er meira verið að skoða tölur og rannsóknir sem tala sínu máli en skýrsluhöfundi fannst sjónarmið almennings mega koma fram líka í þessu samhengi. Gögnum um kjör á lánamarkaði var aflað í gegnum heimasíður bankanna. Megindleg rannsókn var gerð með því að senda tölvupóst til viðmælenda í rannsókninni ásamt því að tekin voru viðtöl við viðmælendur með eigindlegri aðferðafræði sem skýrsluhöfundur lagði svo huglægt mat á. Skýrsluhöfundur dregur þá ályktun að auðveldara sé að komast inn á húsnæðismarkað í Noregi en á Íslandi þar sem boðið er upp á möguleika á 100% lánveitingu þó svo að skýrsluhöfundur telji það ekki endilega skynsamlega fjárfestingu að taka 100% lán.
  Lykilorð: Húsnæðismarkaður, vextir, verðbólga, stýrivextir og lánakjör.

 • Útdráttur er á ensku

  This report examines two housing markets and compares two countries
  together Iceland and Norway. The purpose of this project is to get an
  idea of the experience of people who are buying a housing in the
  process that needs to be done and also whether it is easier to enter the
  housing market at either location. There were various terms related to
  the issue, such as the policy rate, interest rates, inflation and housing
  markets in the countries. Both qualitative and quantitative research
  methods were used in the process of reporting and worked according to
  the literature. The subject matter is multifaceted, and all aspects related
  to this subject matter could not be addressed and was attempted to
  address the main question to answer the research question "What is the
  difference between access to the housing market and difference in loan
  terms in Iceland and Norway?" The report concludes that it is easier to
  enter the housing market in Norway than in Iceland, which offers
  100% lending possibilities, although the author does not consider it a
  reasonable investment to take 100% loan.
  Key words: Housing market, interest rate, inflation, policy rate and
  loan terms

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hver er munurinn á aðgengi inn á húsnæðismarkað og lánakjörum á Íslandi og í Noregi.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna