Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30879
Sauðfjárrækt hefur fylgt íslensku þjóðinni í gegnum súrt og sætt. Einu sinni var sauðkindin ómissandi á mörgum bæjum en kindin fæddi og klæddi heimilisfólkið. Sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum í gegnum aldirnar og það sem áður var ein verðmætasta eign sem maðurinn gat átt er nú orðin að mati einhverra, byrði á samfélaginu, vegna þess að sauðfjárrækt stendur ekki undir sjálfri sér og þarf á ríkisstyrk að halda til þess að halda sér uppi.
Markmið þessa verkefnis er að greina rekstrarumhverfi sem íslenskir sauðfjárbændur reka bú sín í og greina hvort það sé samkeppni á markaðnum og hvort sauðfjárbúskapur sé mikilvægur fyrir Ísland. Verkefnið byggir á gögnum sem lágu fyrir og voru nýtt til að fylla inn í PESTEL greiningu og Fimm þátta samkeppnislíkan Porters. Auk þess var SVÓT greiningu beitt í lokin til að draga saman helstu styrkleika og tækifæri sem fram komu.
Helstu niðurstöður sýndu fram á að samkeppnisþættir höfðu töluvert vald yfir sauðfjárbúskap og má þá helst benda á vald viðskiptavina og skort á samkeppni milli bænda. Einnig höfðu allir hlutar ytra umhverfis sín áhrif á sauðfjárbændurna.
Lykilorð verkefnisins eru: Sauðfjárrækt, rekstrarumhverfi, PESTEL greining, Fimm þátta samkeppnislíkan Porters og samkeppni
Once upon a time the majority of Icelanders were farmers and the Icelandic sheep was one of the biggest assets a man could have, the meat feed them and her wool kept them warm. Nowadays the Icelandic sheep industry is supported by government funds and can hardly sustain itself.
This thesis will focus on analysing the environment which the industry operates in using the PESTEL analysis and Porter’s five forces framework additionally a SWOT analysis will be performed to highlight the opportunities that the industry can use to its advantage.
The main results of the analysis of the environment showed that the buyers have a considerable amount of power over the sheep farmers and a lack of competition between the farmers. The analysis also showed that all six environments in the PESTEL analysis had substantial effect on the operation of the sheep farms.
The keywords for this thesis are: Icelandic sheep farmers, the operational environment, PESTEL analysis, Porter’s five forces framework and competition
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Buskapur til fjar-HolmfridurLilja.pdf | 1,13 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |