is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30883

Titill: 
  • Í hverju liggur munurinn á lánakjörum vegna húsnæðiskaupa á Íslandi og í Svíþjóð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Húsnæðislán hafa og verða alltaf mikilvægur hluti af af samfélagi hvers lands og skipta lánakostir og kjör miklu máli fyrir hvern þann sem þarf á lífsleiðinni að taka húsnæðislán. Höfundur hefur í gegnum tíðina haft mikinn áhuga að kynna sér húsnæðislán og lék mikil forvitni á að vita hvaða kjör fólki í öðrum löndum bjóðast. Þar sem Norðurlöndin eru oft þau lönd sem Íslands miðar sig við var tilvalið að skoða möguleikana sem bjóðast í Svíþjóð. Markmið verkefnisins var að bera saman húsnæðislánakjör og kosti á Íslandi og í Svíþjóð og sýna dæmi því til útskýringar og einföldunar. Til að komast að niðurstöðum þessara spurningar var notast við eigindlega rannsókn í formi heimildarleitar í ýmsum fræðigreinum, bókum og hjá heimasíðum opinberra stofnanna..
    Fyrri hluti verkefnisins er fræðilegur hluti þar sem notast er við afleiddar heimildir til stuðnings en í seinni hlutanum eru hinir ýmsu lánaútreikningar sýndir og að lokum settar fram niðurstöður. Helstu niðurstöður sýna að það sem skilur þessi tvö lönd að eru aðallega munur á verðbólgu og stýrivöxtum. Verðbólgan og stýrivextirnir í Svíþjóð er töluvert lægri en á Íslandi. Þessi staðreynd hefur áhrif á þá vexti sem bankarnir geta svo boðið viðskiptavinum sínum við lántöku. Þó ber helst að nefna verðtrygginguna sem er boðið er upp á Íslandi en ekki í Svíþjóð. Niðurstöður útreikinganna eru sláandi, munurinn á heildargreiðslum á 20 milljóna króna íslensku verðtryggðu og óverðtryggðu 40 ára láni eru hátt í 14 milljónir króna, þar sem heildargreiðsla verðtryggða lánsins er hærri. Þar sem dæmið var sett upp á þann hátt að kjör Svíþjóðar og kjör Íslands voru sett í íslenska lánaformúlu munaði hátt í 20 milljónum krónum þar sem lánið á íslensku kjörunum var hærra. Þetta sýnir að bæði verðtrygginging á Íslandi og munur vaxtakjara í löndunum er það sem skilur afborganir og heildargreiðslur lánanna að.

  • Útdráttur er á ensku

    When buying a house for most people the first thing they have to think about is how are we going to finance it. Following the economic collapse in 2008, there have been loud voices in Iceland about how mortgages are way better in Scandinvia then in Iceland. A lot of people have moved all the way to one of the Nordic countires in search of a better life. The main goal of this thesis is to find out „what is the main difference between mortgages offered in Iceland versus Sweden?“ I decided to compare the three largest banks in both Iceland and Sweden which offer mortgages to regular costumers. A qualitative research method was used with the acquistion of sorces in various articles, books and offical documents found online. The results show a lot of differences between the countries, the Icelandic indexation is one of the main difference together with higher interest rate and inflation in Iceland. These things have the most impact on how much the person has to pay back each month. One of the thing that separates these countries as well, is the period you can borrow, in Sweden maximum time people can borrow is 105 years versus 40 years in Iceland. The results show that the Icelandic people are paying much more each month, especially in interest payments.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30883


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1,06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna