en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30885

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif samfélagsmiðla á svefn unglinga : kerfisbundin heimildasamantekt
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Rannsóknin er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Samfélagsmiðlanotkun hefur aukist mikið síðastliðin ár og eru unglingar stærsti notendahópurinn. Undanfarin ár hefur einnig svefnlyfjanotkun meðal barna og unglinga aukist. Áhrif svefnleysis eru margþætt og geta haft alvarlegar afleiðingar á þroska unglinga, líkamlega og andlega heilsu og námsárangur þeirra. Það er því vert að skoða hvort samfélagsmiðlanotkun hafi áhrif á svefn unglinga og hver slík áhrif geta verið.
  Það er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar sem starfa með unglingum séu meðvitaðir um afþreyingarefni þeirra og áhrif þess á heilsu. Hjúkrunarfræðingar sinna fræðslu og forvörnum víðs vegar í heilbrigðiskerfinu auk þess sem þeir sinna inngripum og eftirfylgni ef upp kemur heilsubrestur hjá skjólstæðingum.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða nýjustu rannsóknagreinar um áhrif samfélagsmiðla á svefn unglinga. Gerð var kerfisbundin heimildasamantekt (e. systematic review) þar sem rannsókna var aflað frá tímabilinu 2010-2018 í gagnasöfnunum PubMed, Ebscohost og Web of Science. Við leitina fengust átta rannsóknagreinar sem uppfylltu fyrirfram sett inntökuskilyrði. Rannsóknirnar átta gáfu vísbendingu um að samfélagsmiðlar gætu haft áhrif á svefn unglinga og afleiðingar gætu verið margvíslegar. Höfundar þessarar rannsóknar telja að niðurstöður muni auka þekkingu lesenda um áhrif samfélagsmiðla á svefn og vonast til að hjúkrunarfræðingar nýti sér niðurstöðurnar til að bæta og efla forvarnarstarf til unglinga.
  Lykilhugtök: Samfélagsmiðlar, unglingar, svefn, hjúkrunarfræði.

 • This research is a B.Sc. thesis in Nursing at the University of Akureyri. Social media presence has been steadily increasing over the last few years and the largest group of social media users are teenagers. At the same time, the use of hypnotics for children and teenagers has been increasing. Side effects of sleep deprivation are
  complex and can have serious effects on teenagers’ physical and mental
  development, health and academic results. These concerns give a reason to researching whether social media use has any effect on the quality of teenagers’ sleep. It is important that registered nurses who work with teenagers are aware of their client’s choice of entertainment and the effects those can have on their health. Registered nurses educate their clients and prevention is a part of their work throughout the public health system, along with intervention and follow up should
  their clients experience any health problems. The aim of this research is to compare the latest research journal articles that discuss the effects of social media on teenagers’ sleep. Research articles published
  through the years 2010-2018 were collected using a systematic review from the data bases PubMed, Ebscohost and Web of Science. Searching by prearranged conditions, eight articles were found. These eight articles suggest that social media use can in fact be affecting teenager’s sleep and the consequences are numerous. The authors of this research believe that the outcome will add to the reader’s knowledge on the influence that social media presence can have on teenagers’ sleep, and are hopeful
  that the results can be of use for registered nurses to improve and strengthen preventive measures targeted towards teenagers.
  Key words: Social media, teenagers, sleep, registered nursing.

Accepted: 
 • Jun 11, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30885


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Skil-til-skemmu tilbúið.pdf853.66 kBOpenComplete TextPDFView/Open