is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30886

Titill: 
  • Mikilvægi góðrar næringar móður á meðgöngu fyrir og eftir hjáveituaðgerð á maga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur heimildasamantektarinnar er að afla upplýsinga um góða næringu kvenna á meðgöngu, sem og mikilvægi hennar. Áherslan er þó sett á frjósemi, offitu og þær konur sem eru á barneignaraldri og hafa gengist undir hjáveituaðgerð á maga, með þeim tilgangi að ná tökum á heilsu sinni. Einnig er áhersla lögð á mikilvægi góðrar næringar þegar konur ganga með barn eftir slíka aðgerð. Þá með áherslu á hvað ber sérstaklega að varast og hverju þarf að fylgjast með, bæði hjá móður og barni. Í lok verkefnisins verður farið í stuðning og fræðslu til barnshafandi kvenna sem gengist hafa undir hjáveituaðgerð á maga.
    Tíðni offitu fer hækkandi í heiminum og eru hlutföll karla og kvenna sem eiga við offituvandamál að stríða jafnhá í % talið. Konur eru í meirihluta þeirra sem kjósa að fara í hjáveituaðgerð á maga. Tilgangur heimildasamantektarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi þess að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hafi faglega þekkingu á kostum, göllum, fylgikvillum og afleiðingum aðgerðarinnar með það að markmiði að geta veitt fræðslu til barnshafandi kvenna sem gengist hafa undir hjáveituaðgerð á maga. Þessi hópur kvenna fer stækkandi hér á Íslandi og þarf því að leggja meiri áherslu á að heilbrigðisstarfsfólk hafi þekkingu til að koma í veg fyrir fylgikvilla og jafnvel alvarlegar afleiðingar fyrir móður og barn.
    Lykilhugtök: Offita, hjáveituaðgerð á maga, megrunaraðgerðir, konur, barnshafandi konur, næring, hjúkrun, meðganga, næring á meðgöngu, góð næring, fræðsla, stuðningur, frjósemi.

  • Útdráttur er á ensku

    This theoretical thesis is a final thesis towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the material is to gather information regarding healthy nourishment for pregnant women as well as its importance. The emphasis is on fertility, obesity and women at child bearing age which have undergone a gastric bypass surgery in order to regain their health. Emphasis is also put on the importance of a nutritious diet for women who have undergone such a procedure. Special consideration is given to what should be observed and what should be avoided. Towards the end of the thesis support and advice to women who have undergone a gastric bypass procedure will be discussed.
    The rate of obesity in the world is increasing and more women than men battle this problem. The majority of those who undergo a gastric bypass operation are women. The purpose of this theoretical thesis is to demonstrate how important it is that nurses and midwives have the proper knowledge of the benefits, deficiency, side effects and consequences of the operation, in order for them to be able to inform pregnant women who have undergone a gastric bypass operation. This group is growing in Iceland and more emphasis must be put on educating health care staff in order for them to prevent side effects and even serious consequences for mother and child.
    Key concepts: Obesity, gastric bypass surgery, weight loss surgery, women, pregnant women, nourishment, nursing, pregnancy, diet during pregnancy, good nourishment, training, support, fertility.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð í BS hjúkrunarfræði.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna