is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30887

Titill: 
 • Flóttafólk í fyrirheitna landinu : áskoranir í starfi hjúkrunarfræðinga við umönnun flóttafólks
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Fjöldi flóttafólks sem flutt hefur til Íslands hefur aukist töluvert undanfarin ár. Samhliða því hefur einstaklingum af ólíku þjóðerni sem nýta sér heilbrigðisþjónustuna fjölgað hér á landi. Menning þessara skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins er mismunandi og hefur það aukið fjölbreytileika notenda þess. Fjölbreytileikinn getur valdið flóknum aðstæðum, þar sem venjur, siðir, gildi og menning þessara einstaklinga eru oft ólík ríkjandi menningu hér á landi.
  Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna aðkomu og reynslu hjúkrunarfræðinga þegar þeir hjúkra flóttafólki á Íslandi. Áskoranir og hindranir sem hjúkrunarfræðingar standa iðulega frammi fyrir verða kannaðar, þar sem þær geta haft áhrif á störf þeirra við umönnun skjólstæðinga. Hefðir, skoðanir, trúarbrögð, menning, tungumálaörðugleikar og andleg vandamál flóttamanna geta til að mynda haft afgerandi áhrif á hjúkrunina sem er veitt. Með notkun eigindlegrar rannsóknaraðferðar verður gagna aflað með hálf stöðluðum viðtölum við 15 hjúkrunarfræðinga sem starfa við hjúkrun flóttamanna á Íslandi.
  Hjúkrunarfræðingar þurfa að upplifa erfiðar og myndrænar áfallalýsingar vegna atburða sem flóttafólk hefur oft þurft að þola. Þessi reynsla hjúkrunarfræðinga hefur valdið því að þeir eru í aukinni áhættu að þjást t.d. af streitu, áfallastreituröskun, alvarlegu þunglyndi og kulnun í starfi. Það er því mikilvægt að hjúkrunarfræðingar sem sinna flóttafólki nýti sér streituminnkandi úrræði til að draga úr neikvæðum afleiðingum hjúkrunar flóttafólks, þar sem of mikil streita getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
  Lykilhugtök: Flóttafólk, hælisleitendur, kvótaflóttafólk, menning, trúarbrögð.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a dissertation for a B. S. degree in nursing at the University of Akureyri. Over the past years, the number of refugees has greatly increased in Iceland. Alongside that, the number of individuals that need medical attention has increased, and the diversity of the patients as well. This diversity can cause some tricky situations, as customs and values of those individuals can often collide with the existing culture.
  The purpose of this research is to investigate the involvement of nurses and their experience dealing with refugees in Iceland. This research will also shed light on the challenges and barriers faced by nurses that influence their day-to-day work. Traditions, beliefs, religions, culture, linguistic difficulties and spiritual problems can, for example, have a huge impact on the level of care that is provided. A qualitative research approach will be applied using semi-structured interviews to gather data. Fifteen nurses who provide care for refugees will be interviewed.
  Nurses have to tackle difficult and picturesque details about traumatic events that refuges have often had to endure. Thus, nurses who work with refugees are more prone to experience stress, post-traumatic stress disorder, severe depression, burnout or several other negative symptoms. Therefore, it is imperative that nurses that work with refugees apply stress reducing methods in order to minimize the negative effects of too much stress.
  Key concepts: Refugees, asylum seekers, resettlement refugees, culture, religion.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Flóttafólk í fyrirheitna landinu.pdf515.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna