Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30888
Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á
Akureyri. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvert álit nemenda er á innleiðingu hermikennslu í stað hluta verknáms í hjúkrunarfræðinámi. Í þeim tilgangi að skoða hvort aukning á hermikennslu í hjúkrunarfræðinámi sé raunhæfur kostur til styttingar verknáms.
Fjöldatakmörkunum er beitt í hjúkrunarfræðinám ár hvert m.a. vegna skorts á verknámsplássum, þrátt fyrir skort á hjúkrunarfræðingum sem mun einungis aukast næstu ár. Með aukinni notkun hermikennslu í hjúkrunarfræðinámi mætti fjölga nemendum í náminu og þar með auka fjölda útskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Víða erlendis má finna fyrirmyndir fyrir því að nota að einhverjum hluta hermikennslu í stað verknáms og hefur verið almenn ánægja með slíkt fyrirkomulag meðal hjúkrunarfræðinema.
Rannsóknarspurning fyrirhugaðrar rannsóknar er: Hvert er viðhorf hjúkrunarfræðinema á fjórða ári til aukinnar hermikennslu í hjúkrunarfræðinámi? Notast verður við eigindlega rannsóknaraðferð við að reyna að svara rannsóknarspurningunni og leggja höfundar til að hugmyndafræði Vancouver-skólans í fyrirbærafræði verði höfð að leiðarljósi. Eigindleg rannsóknaraðferð er talin henta vel þar sem opnar spurningar og viðtöl eru talin gefa betri sýn á efnið en spurningalistar og tölfræðilegar rannsóknir. Leitað verður álitis fjórða árs hjúkrunarfræðinema á frekari innleiðingu hermikennslu í hjúkrunarfræðinámi.
Það er von höfunda að notkun hermikennslu að hluta til á móti verknámi falli vel að væntingum nemenda hérlendis til verknáms og geti gert verknámstíma markvissari. Enn fremur vekur aukin notkun hermikennslu vonir höfunda um að hjúkrunarfræðinemar ljúki verknámi með auknu öryggi, minni streitu og verði betur í stakk búnir til að takast á við komandi tíð.
Lykilhugtök: hermikennsla, hjúkrunarfræðinemi, sýndarsjúklingur, verknám, viðrun.
This research proposal is a thesis submitted towards a B.S. degree in Nursing at the University of Akureyri. The purpose of the research proposal is to look at nursing students’ opinion on initiating simulation as a part of clinical training in the nursing program. With the purpose of exploring if increasing the presence of simulations in the nursing program is a viable option to shorten the amount of clinical hours students need to spend in clinical training at outside agencies.
Only a limited number of nursing students can start the nursing program each year due to lack of clinical placements, despite a critical shortage of nurses in Iceland, which is only projected to increase in the coming years. With increased use of simulation in nursing programs the number of students in the nursing program could be increased and therefore increase the number of graduated nurses. All around the world there are examples of using simulation as a part of the clinical training and overall it has been well appreciated among nursing students.
The research question which is suggested in this research proposal is the following: What are the attitudes of fourth year nursing students’ on the increased use of simulations in nursing programs? A qualitative research method will be used to answer the research question, i.e. the Vancouver-school in phenomenology. A qualitative research method is considered suitable since open questions and interviews are believed to give a better view of the material than questionnaires and statistical research at this point. Fourth year nursing students’ attitudes will be sought on further implementation of simulation in nursing programs.
It is the authors hope that using simulation as a part of clinical training will meet students’ expectations to clinical training in Iceland and make clinical training more purposeful.
Furthermore, increased use of simulation gives hope for the authors that nursing students will finish clinical training with more confidence, less stress and be better prepared to take on the challenges of a future career in nursing.
Key words: Simulation, nursing student, standardized patient, clinical placement and debriefing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hermikennsla sem kennsluaðferð í hjúkrunarfræðinámi.pdf | 879,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |