is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30889

Titill: 
 • Heilsa og færni 75 ára og eldri á Akureyri, í Fjallabyggð og Fjarðabyggð með VES-13 : „Heimurinn vaknandi fer“
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Öldruðum hefur farið fjölgandi á heimsvísu og mannfjöldaspár sjá fyrir enn meiri fjölgun, sem reynt hefur verið að bregðast við í kjölfar aukins álags á heilbrigðiskerfið. Hækkuðum aldri fylgir aukin þjónustuþörf meðal einstaklinga vegna hrumleika og færnisskerðingar. Þjónusta til þessa aldursflokks þarf því einnig að haldast í hendur við aukinn mannfjölda og aldraðir á Íslandi telja að betur megi gera í þessum málum. Þörf er á markvissum aðferðum til að greina aldraða sem eru í áhættuhópi varðandi færniskerðingar. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar miðar að því að kanna heilsu og færni aldraðra sem búa við sjálfstæða búsetu á Akureyri, í Fjallabyggð og Fjarðabyggð og skima hve margir þeirra eru í áhættuhópi hvað varðar færniskerðingu og skertar lífslíkur. Einnig verður kannað hvaða formlegu og óformlegu þjónustu hópurinn fær.
  Úrtakið verður tilviljanabundið og samanstendur af 100 einstaklingum, 75 ára og eldri úr hverju bæjarfélagi. Þeir verða valdir tilviljanakennt út frá aldri og sjálfstæðri búsetu.
  Gagna verður aflað símleiðis með VES -13 (Vulnerable elders survey) mælitækinu sem lagt verður fyrir þátttakendur ásamt stuttri þjónustukönnun. Vonast er til að rannsóknin sýni gagnsemi VES-13 við að skima aldraða varðandi skerta heilsu, færni og lífslíkur, ásamt því að varpa ljósi á hvort þjónusta sem þeir fá sé í samræmi við færniskerðingu þeirra og þarfir.
  Áherslur á forvarnir m.t.t. farsælli efri ára eru farnar að vera í meiri mæli en áður í kjölfar aukinnar þekkingar og fjölgunar aldraðra í samfélaginu. Það er mörgum einstaklingum mikilvægt að geta búið við sjálfstæða búsetu eins lengi og unnt er. Forvarnir sem miða að öldruðum eru settar fram með því sjónarmiði að viðhalda og tryggja áframhaldandi virkni og heilsu aldraðra, svo þeir geti uppfyllt þau skilyrði sem þarf til að geta viðhaldið eigin sjálfstæði og öryggi.
  Notkun gagnreyndra matstækja getur hjálpað til við að greina einstaklinga úti í samfélaginu, sem eru í þörf fyrir meiri þjónustu eða heilsueflingu. Samþætting úrræða með markvissum hætti greiðir leið aldraðra um heilbrigðiskerfið ásamt því að leiða til farsælli öldrunar.
  Lykilhugtök: VES-13, heilsa og færni, þjónusta, forvarnir, aldraðir

 • The population of the elderly has been growing worldwide and will continue to increase according to population projections, resulting in an increased pressure on health care systems that must be responded to. As the population becomes older the need for increased care for individuals suffering from infirmity and functional disability becomes ever greater. Health care service for this age group must be increased as the population grows, and elderly people in Iceland believe that much can be improved. Systematic methods are needed to identify elderly people that are at greater risk concerning functional disabilities.
  The purpose of the planned research is to assess the general health and facility of elderly people living on their own in Akureyri, Fjallabyggð, and Fjarðarbyggð, and to screen for how many are at risk concerning functional disability and life expectancy. The amount of formal and informal care that this group receives will also be assessed.
  A random sample of 100 people, 75 years or older and from each community, will be used. Participants will be chosen randomly based on their age and independent living arrangement.
  Data will be gathered by phone interviews using the VES – 13 (Vulnerable elders survey) screening tool, which will be administered along with a short survey on the care that they receive. It is hoped that the research will attest to the utility of using VES – 13 to screen for elders with health problems, functional disabilities, and reduced life expectancy, as well as examining if the care that they receive is in accordance with their disabilities and needs.
  Emphasis on prevention in regard to successful aging has increased in recent years due to better understanding and the fast-growing population of the elderly. It is very important to many individuals that they be able to live independently for as long as possible. The purpose of preventive care for the elderly is to maintain and ensure their continued health, as well as their ability to live independently and in safety.
  The application of evidence-based assessment tools can greatly assist in identifying individuals who need greater care or health promotion. A systematic integration of available resources would help elderly people navigate through the health care system and towards successful aging.
  Key words: VES-13, health and functional ability, health care, preventative care, the elderly

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30889


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil.pdf840.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna