is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3089

Titill: 
  • Um lögmæti félagaskiptareglna Alþjóðaknattspyrnusambandsins frá sjónarhóli Evrópuréttar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Eins og titill ritgerðarinnar gefur til kynna þá fjallar hún um lögmæti félagaskiptareglna Alþjóðaknattspyrnusambandsins gagnvart Evrópurétti. Reglugerð Alþjóðaknattspyrnusambandsins um stöðu og félagaskipti leikmanna gildir í öllum landssamböndum sem aðilar eru að Alþjóðaknattspyrnusambandinu en ekki má gleyma því að lönd sem eru aðilar að Evrópusambandinu verða að fylgja Evrópurétti fremur en regluverki íþróttahreyfinganna. Í kjölfar Bosman-málsins hefur íþróttaréttur hlotið aukna athygli Evrópusambandsins sem hefur ráðist í ýmsar aðgerðir við þróun stefnu sambandsins í málaflokknum. Staða íþróttamála hjá Evrópusambandinu fellur undir hin svokölluðu “mjúku lög” sambandsins þar sem yfirlýsingar sem gefnar hafa verið út vegna stefnumótunarinnar eru ekki lagalega bindandi en geta þó haft töluverð áhrif á þróun mála innan sambandsins. Töluverð togstreita hefur því myndast vegna íþróttamála hjá Evrópusambandinu þar sem mætast hin hefðbundna nálgun við regluverk innri markaðarins annars vegar og félagsleg og menningarleg nálgun vegna sérstöðu íþrótta hinsvegar. Í ritgerðinni er fjallað um hvernig Evrópusambandið hefur brugðist við þessari togstreitu og hver staða íþróttareglna er gangvart Evrópurétti. Sérstaklega er til umfjöllunar staða félagaskiptagjalda, uppeldisþóknana og félagaskiptaglugga Alþjóðaknattspyrnusambandsins gagnvart ákvæðum 48. gr. Rómarsáttmálans um frjálsa för fólks og ákvæðum 85. gr. um samkeppni.

Samþykkt: 
  • 24.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3089


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
jonabenny_fixed.pdf771.31 kBOpinnPDFSkoða/Opna