Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30890
Hjartastopp er þriðja algengasta ástæða fyrir dauðsföllum í vestrænum heimi. Ef fyrstu viðbrögð við hjartastoppi eru framkvæmd rétt getur það haft áhrif á lífslíkur einstaklinga. Verkefnið ‘Börn bjarga lífum’ sem endurlífgunarráð Evrópu stendur fyrir gengur út á að kenna grunnskólabörnum frá 12 ára aldri endurlífgun í tvær klukkustundir á ári.
Markmið rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að komast að því hvernig sé best að kenna börnum frá 12 ára aldri fyrstu viðbrögð við hjartastoppi og endurlífgun og í öðru lagi að meta ávinning þeirrar kennslu. Við gerð þessarar forrannsóknar var notast við íhlutun en slíkt rannsóknarsnið kallast íhlutunarsnið. Íhlutunin var í formi kennslu sem innihélt fyrirlestur, myndband var sýnt og verklega þjálfun. Þátttakendur voru 19 nemendur sem stunda nám í Ingunnarskóla. Þekking nemenda var borin saman fyrir og eftir kennslu með spurningalistum.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að nemendur sem hafa enga fyrri þjálfun fengið í fyrstu hjálp hafi litla þekkingu um fyrstu viðbrögð í hjartastoppi. Einnig benda þær til þess að þeir nemendur sem tóku þátt meðtóku fræðsluna, sýndu áhuga á efninu og virtust hafa þroska til að skilja þá útgáfu fræðslunnar eins og hún var lögð fram fyrir þau.
Rannsakendur telja niðurstöður rannsóknarinnar koma að góðum notum fyrir heilbrigðiskerfið og að innleiðing endurlífgunarkennslu í grunnskólum landsins sé nauðsynleg.
Lykilhugtök: Endurlífgun, grunnskólabörn, hjartastopp, forrannsókn, íhlutunarrannsókn.
Cardiac arrest is the most common cause of death in the western world. Research shows that if the first response to a cardiac arrest is performed correctly it can improve the life expectancy of the casualty. The ‘Kids Save Lives’ project launched by Europes Resuscitation Council teaches two hours of resuscitation each year to primary school children from the age of 12 onwards. The aim of this study is to, firstly, find out the most beneficial way to teach 12 year old children the first response to cardiac arrest and the correct resuscitation procedures; and secondly, evaluate the benefits of teaching this process to children as young as 12. This study is an intervention pilot study and uses interventional design as its research method. The intervention
used included a taught lecture, an example video and practical training. The participants were 19 students from Ingunnarskóli. A questionnaire was used to compare students knowledge before and after the teaching intervention. The results of the pre-intervention questionnaire show us that students that haven‘t had any specific training in first response have little knowledge about the first response to cardiac arrest.
The results of the post-invention questionnaire indicate that the students who participated learned from the teaching, showed interest in the topic and understood the information presented to them. The results of this study are likely to be useful for the healthcare system and highlight that the implementation of resuscitation education and training in primary schools is necessary.
Key words: Resuscitation, primary school, cardiac arrest, pilot study, interventional study.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS-ritgerð-sólveig-stella-jóhanna.pdf | 4.28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |