is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30891

Titill: 
  • Verkir kvenna eftir fæðingu : helstu vandamál og bjargráð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. -gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna verkjaupplifun kvenna eftir fæðingu, áhrif þeirra á þunglyndi og tengslamyndun milli móður og barns. Einnig verða skoðuð mismunandi bjargráð sem gagnast gætu þessum konum. Þær rannsóknarspurningar sem leitast verður við að svara eru: Hver er reynsla kvenna af því hvort þær séu nægilega verkjastilltar eftir fæðingu? Telja konur að verkir hafi áhrif á þunglyndi og tengslamyndun milli móður og barns? Hvaða bjargráð telja konur að séu gagnleg til að vinna bug á verkjum eftir fæðingu? Í fyrirhugaðri rannsókn verður stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð. Áætlað er að úrtakið verði 15 íslenskar konur, á aldrinum 18-40 ára, sem fætt hafa barn á Landspítalanum. Djúpviðtöl verða tekin við mæður eftir fyrirfram ákveðnum viðtalsramma en með því fæst betri innsýn í reynslu þeirra. Rannsóknir sýna að verkir eftir fæðingu geti haft neikvæð áhrif á sálræna líðan og daglegt líf kvenna. Einnig sýna rannsóknir að konur sem glíma við langvinna verki, eru í aukinni hættu á að þróa með sér fæðingarþunglyndi og skerta tengslamyndun. Rannsóknir benda til að viðbótarmeðferðir gagnist vel í heilbrigðisþjónustu til að vinna bug á verkjum, því eru þær áhugaverð viðbót við hefðbundin úrræði. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um þetta viðfangsefni og er það skoðun höfunda að leggja þurfi ríkari áherslu á þetta efni. Vonast er til að þessi rannsókn varpi ljósi á mikilvægi þess að uppræta verki kvenna eftir fæðingu og um leið dýpka skilning hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á viðfangsefninu.
    Lykilhugtök: Verkir, fæðingarþunglyndi, tengslamyndun, viðbótarmeðferð, tilgangsúrtak.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a final thesis towards a B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of this research is to examine the mothers pain experience after childbirth, the effect pains have on depression and attachment bonds between mother and child. Various coping strategies that can be useful to these women are also examined. The following research questions are set forth: Are women sufficiently pain managed after childbirth? Does pain effect depression and attachment bonding between mother and child? What coping strategies are useful to handle pain after childbirth? The proposed research will be done by using a qualitative research method. The planned sample is 15 Icelandic women, aged between 18-40, that have given birth to a child at the National Hospital of Iceland. In-depth interviews will be conducted with predetermined questions. Using this research method better insight into their experiences is expected. Research shows that pain after birth can have negative psychological effect on women and their daily lives. Research also shows that women that wrestle with long term illness, are at an increased risk of developing postpartum depression and attachment bonding issues. Research indicates that additional treatments are useful in healthcare to combat pain and are therefore an interesting addition to traditional methods. Not much research has been done on this subject and it is the authors opinion that more emphasis must be put on this subject matter. The hope is that research will cast a light on the significance on eliminating women’s pain after childbirth, and at the same time, deepen the knowledge of nurses and midwifes on the subject. Key words: Pain, postpartum depression, attachment bond, additional treatment, purposeful sampling.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 07.05.2020.
Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verkir kvenna eftir fæðingu. Helstu vandamál og bjargráð.pdf463,48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna