is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30892

Titill: 
 • „Hent í djúpu laugina“ : áskoranir í starfi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga, líðan þeirra og bjargráð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar þeir hefja starfsferil sinn. Hjúkrunarstarfið krefst mikillar þekkingar, færni og öryggis, sem þróast samhliða aukinni reynslu í starfi. Námið, eitt og sér, virðist ekki alltaf duga til að undirbúa hjúkrunarfræðinga fyrir allt sem starfið felur í sér og oftar en ekki er upplifun nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga líkt við að þeim sé hent út í djúpu laugina, þegar þeir hefja störf.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að öðlast sýn á hvaða áskoranir mæta nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum fyrsta árið í starfi, hversu tilbúnir þeir upplifa sig að takast á við þær og hvaða bjargráð þeir nýttu sér til að vinna úr þessum áskorunum til að stuðla að góðri líðan í starfi. Rannsóknin nær einnig til upplifunar nýútskrifuðu hjúkrunarfræðinganna á aðlögun og áframhaldandi þjálfunar í starfi. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem sett voru þau skilyrði að viðmælendur hefðu verið brautskráðir frá hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri á undanförnum fimm árum, væru starfandi á legudeild spítala og hefðu unnið samfellt á sama vinnustað í a.m.k. þrjá mánuði. Viðtalsramminn var í formi hálfstaðlaðra spurninga og voru niðurstöður viðtalanna greindar í aðalþemun, áskoranir og bjargráð, og ellefu undirþemu. Niðurstöður gáfu til kynna að hjúkrunarfræðinámið nýtist sem góður undirbúningur og að einstaklingsmiðuð aðlögun í nýju starfi er forsenda þess, að hægt sé að takast á við áskoranirnar í starfi. Allir viðmælendur voru sammála um nauðsyn þess að tileinka sér jákvæð bjargráð í starfi og stuðla með því móti að aukinni starfsánægju. Jákvætt viðhorf til starfsins var einkennandi meðal viðmælanda en það er ein af þeim mikilvægu leiðum sem sporna gegn kulnun og brottfalli úr stéttinni. Ályktanir rannsóknarinnar voru að þrátt fyrir að hjúkrunarfræðingurinn nýti sér góð bjargráð og sé meðvitaður um streitutengda þætti starfsins er ekki síður mikilvægt að umhverfi hans sé styðjandi og stjórnun góð.
  Lykilhugtök: hjúkrunarfræðingur, nýútskrifaður, aðlögun, áskoranir og bjargráð

 • Útdráttur er á ensku

  Newly graduated nurses face many challenges as they start their careers. Nursing demands a great deal of knowledge, skill and safety which evolve and grow with added experience. An education in the field of nursing does not always seem to be enough to prepare new nurses for everything involved in the job. The experience of newly graduated nurses has often been compared to learning to swim by being thrown into the deep end of the pool.
  The purpose of this study was to provide insight into the kinds of challenges new registered nurses experience during their first year of nursing. It looks to explore how prepared they feel in taking on these challenges and what kind of coping skills they have developed in order to deal with these challenges. This study also covers these registered nurses' experiences as they adjust to their duties and continue their training. A qualitative research method was used. Participants in the study had all graduated within the last five years and had worked consecutively at the same hospital ward for three months. The interview was made up of semi-structured questions and the results were divided into two main categories challenges and coping strategies and eleven sub-categories. The results suggest that the participants´ education in nursing prepared them well for their work as a registered nurse. However, individualized ways of adjusting to the challenges these registered nurses face are needed in order to overcome them. The participants in the study were all adamant that it was necessary to find positive coping strategies to ensure a positive work experience. The participants all had a positive attitude toward their work; which is very important in the prevention of career burnout and their leaving nursing. The study shows that even though registered nurses use positive coping strategies and are aware of the stress inducing aspects in their work, a supportive work environment and good management are no less important.
  Keywords: registered nurse, newly graduated, adjustment, challenges and coping strategies

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 01.06.2023.
Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30892


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak_SKEMMAN .pdf1.12 MBLokaður til...01.06.2023HeildartextiPDF

Athugsemd: Einungis ágrip og abstract opinn almenningi