is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30893

Titill: 
  • Hjúkrunarfræðingar í bráðaþjónustu : streita, líðan og bjargráð : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að finna tengsl á milli notkunar bjargráða við álagi í starfi og upplifunar streitu hjá hjúkrunarfræðingum sem starfa á slysa- og bráðadeildum. Leitað verður svara við eftirfarandi spurningum: Hverjir eru helstu þættir sem valda hjúkrunarfræðingum sem starfa í slysa- og bráðaþjónustu hérlendis streitu í starfi? Hvaða bjargráð nýtast þessum hjúkrunarfræðingum best við álagi og streitu í starfi?
    Rannsóknin verður megindleg þversniðsrannsókn og stuðst verður við spurningalistana Expanded Nursing Stress Scale (ENSS) og Ways of Coping (WOC) við gagnaöflun. Spurningalistarnir verða lagðir fyrir hjúkrunarfræðinga sem starfa á slysa- og bráðadeildum hérlendis og munu þátttakendur fá spurningalistana senda rafrænt í tölvupósti.
    Hjúkrunarfræðingar sem starfa á slysa- og bráðadeildum eru í mikilli áhættu fyrir streitu og kulnun í starfi vegna álags og áreitis í starfsumhverfi þessara deilda. Erlendar rannsóknir sýna að notkun jákvæðra bjargráða hjálpar hjúkrunarfræðingum að takast á við álag í starfi, minnkar streitu, eykur starfsánægju, auðveldar samskipti og dregur úr kulnun.
    Höfundar álykta að notkun jákvæðra bjargráða hjálpi hjúkrunarfræðingum sem starfa á slysa- og bráðadeildum að takast á við álag og streitu sem fylgir starfinu. Lykilhugtök: Streita, bjargráð, þrautseigja, streituvaldar, kulnun.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is a thesis for B.S. degree in nursing at the University of Akureyri. The proposed study will examine the relationship between coping strategies and stress experiences amongst nurses working in accident and emergency departments. The purpose of this proposed study is to find answers to the following questions: What are the main factors contributing to stress for nurses in emergency departments? Which are the most helpful coping strategies for nurses when dealing with stress and managing workload?
    This research will be a qualitative cross-sectional study. Participants will be assessed with the Expanded Nursing Stress Scale (ENSS) and Ways of Coping (WOC). The questionnaires will be sent via email to nurses working in accident and emergency departments in Iceland.
    Nurses who work in accident and emergency departments are at high risk of developing stress and burnout, both from heavy workload and the work environment. Some studies have shown that the use of positive coping strategies can help nurses decrease stress, manage workload, increase job satisfaction, improve communication and reduce the risk of burnout.
    The authors of this proposal believe the research will show that using positive coping strategies will help nurses in emergency departments to manage stress and the workload associated with the job. Key words: Stress, coping strategies, tenacity, stressors, burnout.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
aðallokalokaeintak.pdf486,15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
forsíðabaksíða.pdf95,17 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna