is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30894

Titill: 
  • „Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst‟ : móttaka fjöláverkasjúklinga : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri.
    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að bera saman verkferla flokkunar og áverkamats fjöláverkasjúklinga á bráðamóttöku Landspítalans við verkferla bráðamóttaka heilbrigðisstofnanna á landsbyggðinni. Samskonar rannsókn hefur ekki verið framkvæmd hér á landi og gæti því gefið góða mynd af móttöku fjöláverkasjúklinga hér á landi.
    Rannsóknaraðferð: Í fyrirhugaðri rannsókn verður notast við megindlega rannsóknaraðferð. Spurningarlistar verða sendir á helstu slysa- og bráðamóttökur hvers landshluta og hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn beðnir um að svara honum.
    Ályktun: Rannsakendur telja mikilvægt að allstaðar séu til verkferlar um móttöku fjöláverkasjúklinga. Við gagnasöfnun þessarar rannsóknaráætlunnar kom í ljós að mjög misjafnt er eftir landshlutum hvort verkferlar eru notaðir við móttöku fjöláverkasjúklinga og hvaða verkferlar eru notaðir. Rannsakendum finnst því mikilvægt að til séu verkferlar fyrir hverja og eina stofnun sem auðveldar starfsfólki að vita hvernig það eigi að bregðast við í móttöku á fjöláverkasjúklingum.
    Rannsóknarspurningar: Rannsóknarspurning fyrirhugaðrar rannsóknar er: Er munur á áverkamati og flokkun fjöláverkasjúklinga á slysa- og bráðamóttökum landsbyggðarinnar annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar?
    Hver er tilgangur fyrstu og annarrar skoðunar og hvaða upplýsinga er aflað með þeim?
    Lykilhugtök: Áverkar, fjöláverkar, áverkateymi, gullni klukkutíminn, flokkanir, fyrsta skoðun, önnur skoðun.

  • Útdráttur er á ensku

    This research is the final thesis for a BS degree in nursing from the University of Akureyri.
    Objective: The objective of this research is to compare the operational procedures involving the categorizing and injury assessment of multisystem trauma patients at the Landspítali emergency room versus procedures practiced at emergency rooms in rural areas across Iceland. A similar study has not been conducted before in Iceland and could therefore give a good picture of how multisystem trauma patients are registered in emergency rooms across Iceland.
    Research method: A quantitative method will be applied to the research. Questionnaires will be sent to emergency rooms across the country and nurses and other health care professionals asked to answer them.
    Conclusion: The researchers believe it to be important for a set of operational procedures to be in place when admitting patients with multisystem trauma. When assembling the data from this research it became clear that it varies greatly between areas whether a set of operational procedures are in place and if so, which procedures are being followed. Researchers believe it is important for each institution to have its own operational procedures to assist staff in knowing how to admit patients with multisystem trauma.
    Research questions: The research question will be: is there a difference in injury assessment and the categorizing of multisystem trauma patients in rural areas versus the capital city? What is the purpose of the primary and secondary survey and what kind of information is being gathered during those first two surveys?
    Key concepts: Trauma, multisystem trauma, trauma team, the golden hour, triage, primary survey, secondary survey.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 16.05.2040.
Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf501,79 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf405,48 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf595,96 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
skila i turnitin.pdf968,27 kBLokaður til...16.05.2040HeildartextiPDF