is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30895

Titill: 
 • Þekking kransæðasjúklinga á kransæðasjúkdómnum : kerfisbundin heimildasamantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kransæðasjúkdómur er ein algengasta orsök dauðsfalla á Íslandi sem og um allan heim. Sjúkdómurinn er lífsstílstengdur og því er oft hægt að koma í veg fyrir örorku og dauðsföll af völdum sjúkdómsins með lífsstílsbreytingum sjúklinga. Það geta þó verið ýmsar hindranir í vegi einstaklinga sem ætla að breyta lífsstíl sínum. Til þess að einstaklingar nái að breyta lífsstíl sínum varanlega þurfa þeir stuðning og góða þekkingu á sjúkdómnum. Þekking er forsenda þess að einstaklingar breyti lífsstíl sínum. Til að hámarka þekkingu einstaklinga þarf að veita þeim einstaklingsmiðaða og gagnreynda fræðslu sem miðar að þeirra þörfum. Ef fræðslan á að skila árangri er mikilvægt að meta þekkingu einstaklinga og fræðsluþarfir þeirra. Með þeirri vitneskju er hægt að veita þeim markvissari fræðslu og stuðning til að breyta lífsstíl sínum og heilsutengdri hegðun.
  Markmið ritgerðarinnar er að skoða nýlegar rannsóknir sem mæla sjúkdómstengda þekkingu einstaklinga með greindan kransæðasjúkdóm. Valin rannsóknaraðferð var kerfisbundin heimildasamantekt en hún felur í sér að leitað er á kerfisbundinn hátt að rannsóknargreinum um tiltekið efni sem falla undir fyrirfram ákveðin þátttöku- og útilokunarskilyrði. Leitað var í gagnagrunni PubMed að ritrýndum rannsóknargreinum sem gefnar voru út á síðastliðnum tíu árum. Eftir heimildaleitina stóðu fimm greinar sem uppfylltu þátttökuskilyrði rannsóknarinnar. Greining á niðurstöðum þessara rannsókna sýndi að þekking kransæðasjúklinga á sjúkdómnum mætti vera betri, ekki síst í ljósi þess hve þekkingin er mikilvæg. Þekking á sjúkdómnum var betri hjá þátttakendum sem höfðu hærri tekjur og meiri menntun, sem þýðir að mikilvægt er að taka til greina lýðfræðilegan bakgrunn skjólstæðinga þegar þeim er veitt sjúklingafræðsla.
  Lykilorð: kransæðasjúkdómur, sjúklingafræðsla, þekking, lífsstílsbreytingar

 • Útdráttur er á ensku

  Coronary artery disease (CAD) is one of the most common cause of death in Iceland and worldwide. The disease is lifestyle related and morbidity and mortality can be reduced by lifestyle changes. Individuals who need to change their lifestyle can experience some obstacles. Support and good knowledge of the disease enhances permanent lifestyle changes. Knowledge is prerequsite for successful lifestyle changes. Therefore, in order to maximize people’s knowledge they have to be provided with person-centered and evidence-based patient education that focuses on
  their needs. It is important to explore what patients with CAD really need to be educated about. With that information health professionals can provide better patient education and support the patient to change their lifestyle and health related behaviour.
  The aim of this thesis is to examine recent studies that measure the disease related knowledge of individuals with CAD. The method that was used in this research was a systematic literature review which involves a systematic search of reasearch articles about a specific subject that match a predetermined inclusion and exclusion critera. The PubMed database was used for search of peer-reviewed research articles that were published within the last ten years. The search resulted in
  five articles that met the inclusion criteria of the research.
  Analysis of the results of the studies revealed that disease related knowledge of CAD patients could be better, especially considering the importance of this knowledge. Participants with higher income and education had more knowledge of the disease, which means that it is important to consider the demographic background of clients when educating them.
  Keywords: coronary artery disease, patient education, knowledge, lifestyle

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30895


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekking kransæðasjúklinga.pdf684.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna