Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30896
Endurhæfing er árangursríkt ferli sem dregur úr veikindum og stundum dauðsföllum, tengist mörgum sjúkdómum og bætir lífsgæði aldraðra. Tilgangur þessarar heimildasamantektar var að greina frá hvað felst í endurhæfingu aldraðra og hver staða öldrunarendurhæfingar er á Íslandi. Þá var leitast við að skoða hlutverk hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu aldraðra.
Aldraðir eru vaxandi hópur í þjóðfélaginu, lifa lengur og búa stóran hluta ævi sinnar við skerðingu. Áhersla stjórnvalda er lögð á að einstaklingurinn geti búið á eigin heimili eins lengi og kostur er með þeim stuðningi sem viðkomandi þarfnast. Ásamt því að efla heilsugæslu, teymisvinnu og endurhæfingu. Í stuttu máli gengur endurhæfing út á fimm þætti, mat, markmiðasetningu, endurhæfingaráætlun, inngrip og endurmat. Það sem einkennir endurhæfingu er m.a. persónumiðuð nálgun sem byggir á meðferðarsambandi og samskiptum fagfólks og skjólstæðinga þar sem mikilvægt er að skjólstæðingurinn sé virkur þátttakandi í meðferðinni. Þverfagleg teymisvinna er árangursríkur þáttur í endurhæfingunni. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í teymisvinnu þar sem þeir eru í miklum tengslum við skjólstæðinginn og fjölskyldu hans ásamt því að vera tengiliður við hina ólíku fagaðila í endurhæfingarteyminu. Sú endurhæfingarþjónusta sem er í boði er frá félagslegu heimaþjónustunni, þjónustumiðstöðvum aldraðra á vegum sveitarfélaga, heimahjúkrun á vegum heilsugæslustöðva, dagvistun, endurhæfingar- og hvíldarinnlagnir. Allt úrræði sem auka færni, sjálfstæði og fyrirbyggja ótímabæra afturför hins aldraða. Samkvæmt lögum aldraðra ber hjúkrunarheimilum að bjóða upp á sjúkraþjálfun en misjafnt er eftir kringumstæðum hverrar stofnunar hversu vel er gert í þeim efnum. Ef ekki er aðstaða á heimilinu þarf stofnunin að útvega viðkomandi aðgang annarsstaðar.
Auka þarf vitundarvakningu heilbrigðisstarfsmanna og samfélagsins á jákvæð áhrif öldrunarendurhæfingar. Þjónustan í endurhæfingu aldraðra er takmörkuð og í mörgum tilfellum ómarkviss en jákvæð þróun hefur orðið í heimaþjónustu. Vísbendingar eru um að þverfagleg öldrunarendurhæfing er grunnur að markvissri og árangursríkri endurhæfingu og stuðlar að bættri færni og lífsgæðum aldraðra.
Meginhugtök: Öldrun, endurhæfing, fötlun, teymisvinna, hvíldarinnlögn, heilsuefling.
Rehabilitation is an effective process that reduces illness and even fatalities, is connected with many diseases and improves quality of life for the elderly. The objective of this literature review is to define what constitutes geriatric rehabilitation, examine its status in Iceland and consider the role of nurses in rehabilitation for the elderly.
The elderly are an increasingly populous social group, their lifespan is increasing and they live a large part of their life with reduced capabilities. Authorities aim to enable individuals to live in their own home for as long as possible with the support they need, in addition to strengthening health care services, teamwork and rehabilitation. In short, rehabilitation consists of five factors: evaluation, goal setting, rehabilitation schedule, intervention and reassessment. One of the features of rehabilitation is a personalised approach based on the treatment relationship and interactions between the health professionals and patient, with an emphasis on the patient taking an active part in the treatment. Interdisciplinary teamwork is also an effective component of the treatment. Nurses play an important role in the teamwork, as they communicate extensively with patients and their families in addition to acting as contacts between the various health professionals in the rehabilitation team.
The rehabilitation services that are available are services provided by social home care services, municipal service centres for the elderly, home care by healthcare centres, day care, respite care and rehabilitation admissions. All of these are remedies that increase capability and independence and prevent the untimely regression of the elderly individual. According to the laws on care for the elderly, nursing homes are required to provide physiotherapy, but their capability to do so varies. If a nursing home does not have the necessary facilities, it must provide the appropriate access elsewhere.
Awareness of the beneficial effects of geriatric rehabilitation must be raised among healthcare workers and in society as a whole. It would be interesting to see more options in rehabilitation and services for the elderly before institutionalisation is utilised, but there has been a positive development in home care, which is likely to enable the elderly to live longer at home. There are indications that interdisciplinary geriatric rehabilitation is the basis for a systematic and effective rehabilitation and can promote increased capability and better quality of life for the elderly.
Key terms: Aging, rehabilitation, disability, teamwork, respite care, health promotion.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSritgerð.pdf | 740.6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |