Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30898
Umfang sjúkraflutninga með þyrlum á Íslandi hefur farið stigvaxandi á síðustu árum og benda spár til áframhaldandi fjölgunar. Í dag er sjúkraflutningum sinnt með stórum björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar en lagt hefur verið til að hefja rekstur á sérstökum sjúkraþyrlum með sjúkraflutninga í huga. Til að mæta þörfum bráðveikra og alvarlegra slasaðra sjúklinga þarf sérhæfða áhöfn heilbrigðisstarfsmanna og eru til staðar tillögur um þátttöku hjúkrunarfræðinga. Markmið þessarar heimildarsamantektar var að kanna hlutverk hjúkrunarfræðinga sem starfa á sjúkraþyrlum með áherslu á kröfur um menntun, reynslu og þjálfun þeirra. Heimildir voru fengnar úr fræðitímaritum, bókum, skýrslum og vefsíðum. Jafnframt var staða sjúkraflutninga með þyrlum á Íslandi skoðuð með hliðsjón af erlendri starfsemi, sérstaklega m.t.t. mismunandi samsetningu áhafnarmeðlima. Einnig var fjallað um almenn gildi og störf hjúkrunarfræðinga ásamt lögum og siðareglum sem ná til
fagstéttarinnar. Niðurstöður sýndu að hjúkrunarfræðingar starfa á sjúkraþyrlum víða erlendis og hafi oftast reynslu af bráða-, gjörgæslu- og svæfingahjúkrun. Ekki hefur tekist að sýna fram á hagkvæmustu samsetningu áhafnarmeðlima en helstu samanburðarlönd styðjast við teymi læknis og hjúkrunarfræðings eða bráðatæknis. Starfsumhverfi flughjúkrunarfræðinga er krefjandi og eru miklar kröfur gerðar til þeirra á sviði þekkingar, færni og hæfni. Þurfa þeir almennt að ljúka ströngu aðlögunar- og þjálfunarferli. Sýnt hefur verið fram á gagnsemi hermikennslu við þjálfun. Höfundur ályktar að hjúkrunarfræðingar gætu orðið mikilvægur þáttur í starfsemi sjúkraþyrla á Íslandi. Nauðsynlegt er að skilgreina kröfur til hjúkrunarfræðinga sem veita utanspítalaþjónustu á Íslandi ásamt því að tryggja framboð viðeigandi menntunar og þjálfunar svo að fullnægja megi þeim kröfum sem lagðar yrðu fram.
Lykilhugtök: Hjúkrunarfræðingar, flughjúkrun, sjúkraflutningar, sjúkraþyrla.
The extent of helicopter transport for patients in Iceland has steadily risen in later years with predictions of further increase. Today, air ambulance helicopter services utilize large rescue helicopters of the Icelandic Coast Guard but it has been suggested to implement customized ambulance helicopters with a focus on patient transport. To meet the needs of critically ill and injured patients a specialized crew of healthcare workers is needed and nurses have been proven a valuable member of that team. The goal of this review was to analyse the role of nurses working on ambulance helicopters with an emphasis on the demands for their education, experience and training. Data were collected from scientific papers, books, reports and websites. The current status of helicopter transport was reviewed in comparison to foreign operations with an emphasis on crew composition. The values and practice of nurses were also reviewed including laws and ethical guidelines. Results showed that nurses commonly staff air ambulance helicopters around the world and are most often experienced in the field of emergency, intensive care and anaesthesia. The optimal crew configuration remains unconfirmed where comparable countries utilize a team of doctor and nurse or paramedic. The operating environment of flight nurses is demanding and they have to demonstrate high levels of knowledge, skill and competence. They generally have to go through an intensive training period. Simulation training has been shown to be beneficial. The author concludes that nurses may be an excellent supplement to ambulance helicopter operations in Iceland. It is necessary to define requirements for nurses providing pre-hospital care in Iceland along with guaranteeing adequate education and training so those requirements may be met.
Keywords: Nurses, fight nursing, ambulance, air ambulance helicopter.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hjúkrunarfræðingar á sjúkraþyrlum - Umfjöllun um stöðu þyrlusjúkraflutninga á Íslandi, erlendis og störf flughjúkrunarfræðinga.pdf | 1,66 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |