is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30900

Titill: 
  • Upplifun og reynsla feðra af barneignarferlinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni höfunda til B.S. prófs í hjúkrunarfræði. Tilgangur hennar er að varpa ljósi á upplifun og reynslu feðra í barneignarferlinu, ávinning þess að þeir séu virkir þátttakendur og hvernig fagfólk getur mætt þörfum þeirra. Viðhorf til þátttöku feðra í barneignarferlinu hefur breyst mikið á undanförnum árum og ólíkt fyrri kynslóðum þykir í dag sjálfsagt að þeir séu virkir þátttakendur í gegnum meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Rannsóknir benda til þess að ávinningur þátttöku föðurs í barneignarferlinu sé margþættur og gagnast það móður, barni og ekki síst þeim sjálfum vel. Rannsóknir benda einnig til þess að þörfum þeirra er ekki mætt af heilbrigðisstarfsfólki og hægt er að styðja betur við þá og hvetja þá til virkari þátttöku. Höfundar telja ljósmæður í lykilstöðu í að fræða og efla feður í föðurhlutverkinu og að þeirra hlutverk er að veita þeim stuðning. Koma þarf auga á þarfir feðra, stuðla að jákvæðri reynslu og leita eftir úrræðum vegna vanlíðunar í kjölfar barneigna. Það er von höfunda að með samantekt þessari sé hægt að vekja athygli á mikilvægi þess styðja betur við feður í barneignarferlinu.
    Lykilhugtök: Ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræði, feður, fæðingarreynsla, hlutverk feðra í fæðingu, fæðingarótti, fæðingarþunglyndi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a part of a Bachelor of Science degree in Nursing. The goal of this thesis is to
    provide a review on the existing data on fathers perspective and experience in the process of
    having a child, evidence on the benefits of their involvement in the process and how maternity
    professionals can meet their needs. Over the last decades, the father’s role in pregnancy and
    birth has been rapidly evolving and changing. Unlike last generations, the todays society
    expects fathers to play a full role throughout pregnancy, childbirth and thereafter. Research
    have shown significant evidence of the health and wellbeing that results from fathers
    involvement in maternity care. However, studies suggest that their needs are not met and more
    can be done to support their involvement in this process, specially by maternity services and
    by midwifes. The authors conclude that midwives play a key role in paternal support and are
    important to help fathers feel welcomed and involved during and after the birth. Midwives can
    help promoting better birth and parenting experience as well improve mental health. The
    authors hope this thesis will rise awareness of the importance of paternal involvement and
    support in the process of birth.
    Key concepts: Midwifery, nursing, fathers, birth experience, fathers role in childbirth, fear of
    birth, postpartum depression.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30900


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bsverkefni.pdf403.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Forsida-og-baksida.pdf93.11 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna