is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30901

Titill: 
  • Mikilvægi hreyfingar á meðgöngu : reynsla barnshafandi kvenna af áhrifum hreyfingar á andlega líðan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að veita innsýn í hver sé reynsla barnshafandi kvenna af áhrifum hreyfingar á andlega líðan. Margar erlendar rannsóknar hafa leitt í ljós að andleg vanlíðan hjá barnshafandi konum er talsvert algeng á meðgöngu ásamt því að vera vangreind og vanmeðhöndluð meðal heilbrigðisstarfsfólks sem sinnir þeim á meðgöngutímanum. Hreyfing á meðgöngu er einn þáttur sem sýnt hefur að hafi jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan barnshafandi kvenna ásamt því að hafa góð áhrif á fóstur. Fáar barnshafandi konur fylgja settum ráðleggingum sem snúa að hreyfingu á meðgöngu og má áætla að það sé meðal annars vegna takmarkaðrar fræðslu, tímaleysis og þekkingar ljósmæðra eða annars heilbrigðisstarfsólks á þessum ráðleggingum. Það er því mikilvægt að fagaðilar auki þekkingu sína og veiti barnshafandi konum skilvirka fræðslu sem snýr að ráðleggingum um hreyfingu á meðgöngu og upplýsi um ávinning hennar fyrir móður og fóstur.
    Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: Hver er reynsla barnshafandi kvenna af áhrifum hreyfingar á andlega líðan? Notast verður við eigindlega aðferðafræði byggða á fyrirbærafræði Vancouver-skólans við framkvæmd fyrirhugaðrar rannsóknar. Tekin verða opin djúpviðtöl við 6-10 barnshafandi konur sem verða valdar eftir fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Er það von höfunda að með þessari rannsóknaraðferð sé hægt að veita meiri innsýn í viðfangsefnið. Lykilhugtök: meðganga, barnshafandi kona, andleg vanlíðan, hreyfing, heilsuefling.

  • Útdráttur er á ensku

    This study is a research thesis for a B.Sc. degree in nursing at the University of Akureyri. The main objective of this study was to examine how pregnant women experience the effects of exercise on their mental health. Research has shown that perinatal mental health issues are common and underdiagnosed and untreated by health professionals. Exercise during pregnancy is one factor that has a positive effect on women’s physical and mental health during pregnancy as well as having a positive effect on the fetus. Few pregnant women seem to follow exercise related recommendations and it might be due to limited education, lack of time and midwifes and other mental health professional’s limited knowledge of these recommendations. It is therefore important that mental health professionals increase their knowledge and provide pregnant women an effective advice concerning exercise during pregnancy and to inform them of the benefits of exercising, both for the mother and fetus. The researchers hope the study will answer the question: How pregnant women experience the effects of exercise on their mental health? A qualitive research method will be used and the study will be based on Vancouver-School in phenomenology. A record will be made of 6-10 interviews with pregnant women which will be selected by predefined conditions. The authors hope this research will provide a deeper insight into the topic.
    Key concepts: pregnancy, pregnant woman, mental health, exercise, health promotion.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi hreyfingar á meðgöngu - Ágústa, Eyrún og Sigríður.pdf837,77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna