is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30902

Titill: 
 • Heilsueflandi samfélag : væntingar og óskir eldri íbúa : rannsóknaráætlun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meðalævilengd Íslendinga hefur aukist töluvert á undanförnum þremur áratugum og eru lífsgæði betri en áður. Heilsueflandi samfélag nýtir núverandi mannauð og efnislegar auðlindir til að efla heilsu íbúanna þar sem lykilþátturinn er að bjóða upp á jöfn tækifæri íbúa til að móta heilbrigðan lífsstíl. Mosfellsbær var fyrsta sveitarfélagið til að marka sér þá stefnu að vera heilsueflandi samfélag á Íslandi. Rannsóknir á þörfum eldri íbúa til að efla eða viðhalda heilsu sinni sýna fram á mikilvægi þess að samfélagið bjóði upp á fjölbreytt tækifæri til dæmis til hreyfingar, félagsstarfs og hönnun umhverfisins. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar sem lýst er í þessari rannsóknaráætlun er að fá upplýsingar frá eldri íbúum Mosfellsbæjar um það hvernig þjónustu og úrræði þeir vilja og/eða þurfa í heilsueflandi tilgangi. Rannsóknin verður unnin í tveimur þrepum þar sem leitað verður svara við rannsóknarspurningunum: Hvaða væntingar hafa eldri íbúar Mosfellsbæjar til heilsueflandi samfélags? Hverjar eru óskir eldri íbúa Mosfellsbæjar um heilsueflandi aðgerðir? Notast verður við megindlega rannsóknaraðferð en undirbúningurinn verður með eigindlegri gagnaöflun. Í fyrra þrepi verða myndaðir tveir rýnihópar með meðlimum Öldrunarráðs Mosfellsbæjar og öðrum eldri íbúum sem standast skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni. Niðurstöður rýnihópsins verða nýttar til að hanna spurningalista fyrir seinna þrepið sem síðan verður sendur með bréfpósti á alla einstaklinga sem eru 67 ára eða eldri og eru með lögheimili í Mosfellsbæ. Niðurstöðurnar, sem koma frá íbúunum sjálfum, verður hægt er að nýta við stefnumótun í málefnum eldri íbúa Mosfellsbæjar til að efla sveitarfélagið sem heilsueflandi samfélag.
  Lykilhugtök: eldri íbúar, heilsueflandi aðgerðir, heilsueflandi samfélag, væntingar, óskir.

 • Útdráttur er á ensku

  The average age of Icelanders has increased considerably over the past three decades and life quality has improved substantially. Communities that promote health use existing human and physical resources to reinforce the health of its inhabitants, with the key emphasis to offer the inhabitants equal opportunities for healthy lifestyle. Mosfellsbær was the first municipality in Iceland to create a policy to become a health-promoting community. Prior research on elderly needs has shown that it is imperative that communities offer diverse opportunities for physical and social activities end environmental design for elderly to be able to improve or maintain their health. The aim of the proposed study, described in this research plan, is to collect and provide information from elderly residents of Mosfellsbær about the services they want and/or need for health-related purposes. The research will be carried out in two steps, which will answer the research questions: What expectations do elderly residents of Mosfellsbæ have towards health-promoting community? What are the desires of elderly residents of
  Mosfellsbær to promote their health? A quantitative research method will be used following a preparation study utilizing qualitative research methods. In the first phase of this research two focus groups will be formed; one with members of Öldrunarráð Mosfellsbær (e. Elderly Council of Mosfellsbær) and the other with elderly residents that meet the conditions for study participation. The results from the focus groups will be used to design a questionnaire for the second phase, which will be distributed via postal service to all persons 67 years or older and with permanent residence in Mosfellsbær. The results, stemming from the
  inhabitants, can then be used for policy-making on issues concerning the older inhabitants of Mosfellsbær and to promote the municipality as a health-promoting society.
  Key concepts: elderly, health-promoting implementations, health promoting society, expectations, desires.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30902


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð_Anna_Aníta_2018.pdf565.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna