is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30903

Titill: 
 • Titill er á ensku Work participation of people with MS
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Atvinnuþátttaka fólks með MS
  MS er langvinnur og versnandi taugasjúkdómur og sá algengasti hjá ungu fólki á vinnualdri. Allt að 70-80% þeirra sem greinast með MS hætta að vinna innan fimm ára frá greiningu. Tilgangur þessa verkefnis var að fá kerfisbundið yfirlit yfir heilsustengda og aðstæðubundna þætti sem tengjast atvinnuþátttöku fólks með MS. Einnig að fá yfirlit yfir þann atvinnustuðning sem stendur fólki með MS til boða auk ábendinga þess m.t.t. atvinnustuðnings. Kerfisbundin leit í OTseeker, PubMed, Cochrane library, CINAHL og EBSCO gagnasöfnum skilaði 22 greinum sem teknar voru til rýningar. Niðurstöðurnar sýndu að atvinnuþátttaka fólks með MS skýrist af bæði heilsutengdum þáttum og þáttum í umhverfinu. Gögn um áhrif heilsutengdra þátta á atvinnu eru töluvert umfangsmeiri en þau sem lúta að umhverfinu. Þá er einnig skortur á gögnum um samspil heilsu og aðstæðna fólks með MS. Niðurstöðurnar gáfu auk þess til kynna að fáir einstaklingar með MS leita eftir eða fá atvinnustuðning þrátt fyrir jákvæð áhrif slíks stuðnings. Fólk með MS er samt meðvitað um hvers konar stuðning það þarf og hvernig honum ætti að vera háttað. Þau kjósa íhlutun snemma í sjúkdómsferlinu með áherslu á upplýsingagjöf um þjónustu, réttindi og nauðsynlegar breytingar á umhverfi. Einnig kjósa þau að fá aðstoð við að upplýsa vinnuveitendur og vinnufélaga um greininguna og um sjúkdóminn til að koma í veg fyrir mismunun. Niðurstöðurnar hafa hagnýtt gildi fyrir fagfólk í heilbrigðisþjónustu og stefnumótunaraðila sem þurfa að hafa góða innsýn í híð flókna samspil heilsu og umhverfis þegar kemur að atvinnuþátttöku fólks með MS.
  Lykilhugtök: heilsutengdir þættir, umhverfisþættir, atvinnuþátttaka, atvinnustuðningur og starfsendurhæfing.

 • Útdráttur er á ensku

  Multiple Sclerosis (MS) is the most commonly diagnosed chronic and progressive neurological condition affecting working age young adults. As many as 70-80% of people diagnosed with MS become unemployed within 5 years after the diagnosis. The objective of this paper was to get an organized overview of health-related and contextual factors associated with work participation of people with MS, support in employment available to them, and their main concerns regarding support in employment. A systematic review was carried out using peer-reviewed articles in the following databases: OTseeker, PubMed, Cochrane library, CINAHL, and EBSCO. Twenty-two studies were selected for reviewing. The results indicate that changes in employment of people with MS can be explained by both health-related and contextual factors. However, considerably more data is available on the impact of health-related factors on work participation than that of contextual factors. There is also a lack of data on the interaction between health-related and contextual factors in relation to employment of people with MS. The findings also suggest that few people with MS seek or receive any form of employment support despite the fact that it generally has a positive effect. However, people with MS know what kind of support they need and how it should be delivered. They want timely interventions and emphasize a need for provision of information about available services, legal rights, and necessary accommodations. They also want support in disclosure and education of others about MS. These findings have possible implications for healthcare professionals and social policy makers who need to understand the complex interaction between health-related and contextual factors in determining the employment status of people with MS.
  Key concepts: health-related factors, contextual factors, employment, work participation, employment support, and vocational rehabilitation.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefni.pdf471.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna