en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/30904

Title: 
 • Title is in Icelandic Iðjuþjálfun og leikur : hvernig nota iðjuþjálfar leik með börnum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Leikur er álitin ein mikilvægasta iðja barna og ómissandi hluti af þjónustu iðjuþjálfa þegar unnið er með börnum og fjölskyldum þeirra. Leikur gegnir lykilhlutverki í heilsu og velsæld barna, stuðlar að þroska sköpunargáfu þeirra, ímyndunarafls, afkastagetu og sjálfstrausts ásamt líkams-, félags-, vitsmuna- og tilfinningalegum styrk og færni. Leikur er hver sú athöfn sem veldur gleði, og er hluti af þátttöku barna í daglegum athöfnum ásamt því að vera þeim eðlislægur. Vísað hefur verið til leiks sem ákveðinna mannréttinda, að hvert barn eigi rétt á því að leika sér þar sem leikur sé mikilvægur fyrir þroska og lífsgæði þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá betri innsýn í það hvernig leikur er notaður í iðjuþjálfun barna á Íslandi. Rannsóknarspurningin sem leiddi verkefni og leitað var svara við er eftirfarandi. Hvernig nota iðjuþjálfar á Íslandi leik í þjónustu sinni með börnum? Um er að ræða lýsandi þversniðsrannsókn og fór gagnaöflun fram með rafrænni spurningarkönnun. Markhópur rannsóknar var iðjuþjálfar sem hafa börn sem sinn megin skjólstæðingahóp. Úrtakið var óþekkt, þar sem nákvæmur fjöldi iðjuþjálfa sem starfa með börnum er ekki þekktur. Spurningarlistinn var því sendur til allra skráðra félagsmanna í Iðjuþjálfafélagi Íslands, samtals 287 iðjuþjálfa og bárust svör frá 33 iðjuþjálfum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að matstæki eru sjaldan notuð til að meta færni við leik og leikur einkum notaður sem leið til að bæta færni á öðrum sviðum. Helstu hindranir í notkun leiks að mati svaranda var tímaskortur og aðstæður á vinnustað. Vísbendingar eru um að styrkja þurfi notkun matstækja við mat á leik ásamt því að efla notkun leiks sem markmið. Þörf er á á frekari rannsóknum með það að markmiði að skoða nánar leik í þjónustu iðjuþjálfa.
  Meginhugtök: leikur, börn, iðjuþjálfun og iðja.

 • Play is considered as important occupations in childhood and an essential part of occupational therapists’ services when working with children and their families. Play is a key part of children’s health and well-being; it facilitates the development of their creativity, imagination, productivity and self-confidence in addition to physical, social, intellectual and emotional strength and ability. Play is any fun activity that invokes joy in the participant and as well as being intrinsic part of their live. It is stated that play is a human right; that each child has a right to play whereas it is important for its development and quality of life. The purpose of this study is to gain a better insight into the use of play pediatric occupational therapy in Iceland. The project aimed to answer following research question: How do occupational therapists in Iceland use play in their pediatric therapy practice? The project is a descriptive cross-sectional study and data collected via online survey. The target demographic of the study was occupational therapists who work mainly with children. The sample size was unclear as the exact number of pediatric occupational therapists is unknown. The questionnaire was distributed to all 287 registered members of Iðjuþjálfafélag Íslands (the Icelandic Occupational Therapy Association), resulting in 33 returned surveys. Main results revealed that play is rarely evaluated with assessment tools and play was identified primarily as a means to an end. According to responders, the main barriers to play-centred practice mentioned are lack of time and workplace conditions. The results indicate that use of assessment tools needs to be reinforced as well as using play more as an aim/main goal. There is a need for further research on play occupation to enhance play-centred practice in occupational therapy.
  Key terms: play, children, occupational therapy and occupation.

Description: 
 • Description is in Icelandic Verkefnið er lokað til 01.06.2022.
Accepted: 
 • Jun 11, 2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30904


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
EFNISYFIRLIT.pdf15.31 kBOpenTable of ContentsPDFView/Open
Heimildaskrá.pdf164.63 kBOpenHeimildaskráPDFView/Open
Iðjuþjálfun og leikur.pdf542.87 kBOpenComplete TextPDFView/Open