is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30905

Titill: 
 • Aldraðir og skipulagt félagsstarf : skiptir þátttaka máli? : rannsóknaráætlun á reynslu og upplifun aldraðra af þátttöku í skipulögðu félagsstarfi og hvaða áhrif hún hefur á þeirra velferð
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til BS gráðu í iðjuþjálfunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að skoða reynslu og upplifun aldraðra af þátttöku í skipulögðu félagsstarfi á öldrunarheimilum á Norðurlandi og hvaða áhrif hún hefur á þeirra velferð. Skilyrði fyrir þátttöku í rannsókninni er að vera á aldrinum 75-85 ára og hafa tekið þátt í skipulögðu félagsstarfi í að minnsta kosti sex mánuði. Svo virðist sem skipulagt félagsstarf snúist oft á tíðum um að viðhalda færni hjá öldruðum, skapa aðstæður sem efla sjálfsmynd og þátttöku og auka lífsgæði. Sýnt hefur verið fram á að tengsl eru á milli heilsufars aldraðra og þess að taka þátt í skipulögðu félagsstarfi. Rannsóknir sýna að raddir notenda þjónustunnar hafa lítið vægi þegar kemur að ákvörðunum er varða skipulagða félagsstarfsemi, að lítil fjölbreytni sé í starfinu og að skipulögð félagsstarfsemi sé frekar löguð að þörfum kvenna heldur en karla. Fyrirhuguð rannsóknarspurning er: Á hvaða hátt upplifa aldraðir að þátttaka í skipulögðu félagsstarfi hafi áhrif á þeirra velferð?
  Til að leita svara við rannsóknarspurningunni verður notast við eigindlega rannsóknaraðferð og sniðmátun notuð við greiningu gagna. Með fyrirhugaðri rannsókn verður reynt að varpa ljósi á reynslu notenda og hvort hægt sé að gefa rödd þeirra meira vægi þegar kemur að skipulagningu þjónustunnar.
  Lykilhugtök: Aldraðir, þátttaka, skipulagt félagsstarf, velferð.

 • Útdráttur er á ensku

  This research paper is the final product for a BS degree in Occupational Therapy at the School of Health Sciences at the University of Akureyri. The aim of the research is to get an insight into the participation of the elderly in Akureyri, in organized, social activities in homes for the same in the north of Iceland and to learn if their participation enhances their well-being. A condition for participation in the research is that participants are 75-85 years of age and that they have participated in organized social activities for at least six months. It seems that social activity often concentrates on maintaining the skills of the participants, to create circumstances that enhance self-image and participation and quality of life. It has been shown that there is a relationship between the health of the elderly and participation in organised activity. Research shows, however, that the voices of the actual participants are seldom heard when it comes to decisions regarding social activity and more variety is needed in the work and that social activity, in general, rather meets the requirements of women than men. The proposed research question is:
  Do the elderly feel that participation in organized social activities enhances their well-being? To answer the research question, a qualitative research method will be used and a template applied for the analysis of the data. In the proposed research, we will try to shed light on the actual experience of the users and whether the users themselves can have more to say regarding the service itself.
  Key Concepts: The elderly – participation – organized social activity – well being.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerði skil í skemmu.pdf840.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna