Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30906
Færni háskólanema við iðju byggir á því hve vel þeim tekst að viðhalda iðjumynstri sem endurspeglar sjálfsmynd þeirra. Iðja íslenskra háskólanemenda einskorðast ekki við námið heldur vinna margir með námi, halda heimili og sinna börnum sínum, en svo mörg og fjölbreytt viðfangsefni þekkjast ekki meðal háskólanema í öðrum löndum. Íslenskir háskólanemendur eru því margir hverjir störfum hlaðnir þannig að útilokað er að þeir geti sinnt öllum sínum viðfangsefnum svo vel sé. Tilgangur rannsóknarinnar var að sjá hvaða augum háskólanemar líta færni sína við daglega iðju og hve miklu máli hún skiptir þá. Eftirfarandi rannsóknarspurningar leiddu rannsóknina: 1). Hvernig meta háskólanemendur færni sína við daglega iðju? 2). Hversu mikilvæg er dagleg iðja háskólanemendum? 3). Hvaða iðju vilja háskólanemendur ráða betur við? Til að leita svara við spurningunum var notast við megindlega aðferðafræði, með þversniði. Þátttakendur í rannsókninni voru 181 nemandi af öðru og þriðja ári í BA/BS námi við Háskólann á Akureyri. Matstækið Mat á eigin iðju var notað til að meta færni og gildi þeirra. Niðurstöður sýna að háskólanemendur meta færni sína við daglega iðju almennt góða og eru afar fá atriði sem þeir eiga erfitt eða mjög erfitt með. Sem dæmi má nefna að þeir eiga erfitt eða mjög erfitt með að slaka á og njóta sín og einbeita sér að verkefnum sínum. Það sem háskólanemendum finnst skipta mestu máli er að geta mætt grunnþörfum sínum og annast þá sem þeir bera ábyrgð á. Háskólanemendur óska sér að verða betri við að einbeita sér að verkefnum sínum, halda utan um fjármálin sín og koma í verk því sem þeir þurfa að gera.
Lykilhugtök: Háskólanemendur, færni, gildi, Mat á eigin iðju.
University students’ competency performing in occupational roles (occupations) depend on how well they manage to keep their doings in organized daily patterns and routines that reflect their identity. The occupations of Icelandic university students are not limited to their role as students; many of them work alongside their studies, manage a household and care for their children. Participation in so extensive roles is much greater in Iceland than in other countries. Icelandic university students, therefore, often have so many things to manage that they cannot handle all their tasks to full extent. The aim of this study was to explore university students evaluation of their own occupational competence and how important it is to them to be able to participate in them. The following research questions lead the study: 1). How do university students rate their occupational competence? 2). How important are these occupations to university students? 3). Which occupation would the university students want to be able to handle better? To answer these questions cross sectional quantitative methods were utilized, where data were gathered using the assessment tool Occupational Self Assessment. The participants were 181 university students from the second and third year in BA/BS studies at the University of Akureyri during the winter of 2017-2018. The results reviled that university students judge their occupational competence to be good and only a few things that they found challenging doing, for example they often find it difficult to relax and enjoy themselves, as well as concentrate on their tasks. University students value most taking care of others for whom they are responsible and managing their basic needs. What university students wish they could be better at is among other things, concentrating on their tasks, managing their finances and finishing what they’ve started.
Keywords: University students, occupational competence, value, Occupational Self Assessment.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mat háskólanema á eigin iðju.pdf | 1.22 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Efnisyfirlit.pdf | 149.39 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 381.9 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |