is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30908

Titill: 
 • Markmiðssetning í iðjuþjálfun : upplifun iðjuþjálfa og skjólstæðinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsóknaráætlun sem er lokaverkefni höfunda til B.S. prófs í iðjuþjálfunarfræði verður farið yfir ferli markmiðssetningar bæði frá sjónarhorni iðjuþjálfa og skjólstæðinga. Markmið áætlunarinnar er að varpa ljósi á viðhorf iðjuþjálfa og skjólstæðinga þeirra til markmiðssetningar innan iðjuþjálfunar. Markmiðssetning hefur verið notuð í vinnu iðjuþjálfa en með aukinni þekkingu gæti hún verið notuð meira og skilað auknum árangri. Lagt var upp með eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er reynsla iðjuþjálfa og skjólstæðinga þeirra af markmiðssetningu? Horft er á markmiðssetninguna og ferli hennar út frá skjólstæðingsmiðaðri nálgun, en stór hluti hennar er að fá skjólstæðinga til að vera þátttakendur í eigin þjónustu og meta hana, t.d. með því að setja markmið og skoða árangurinn. Rannsóknin er byggð á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem höfundar leitast eftir því að fá aukna sýn á markmiðssetningu í starfi iðjuþjálfa, bæði út frá sjónarhóli iðjuþjálfans og skjólstæðingsins. Ástæðan fyrir valinu á eigindlegri rannsóknaraðferð er sú að höfundar vildu fá dýpri skilning á upplifun iðjuþjálfa og skjólstæðinga á því hvernig markmiðssetning fer fram í iðjuþjálfun, hvort að árangur hljótist af henni og hvort að hugmyndir séu að úrbótum. Höfundar leggja til að notast verði við sniðmátun sem er ákveðin tegund þemagreiningar innan fyrirbærafræðilegra rannsókna. Í fyrirhugaðri rannsókn leggja höfundar til fund með pörum iðjuþjálfa og skjólstæðinga þar sem tekin verða alls 14 viðtöl og stuðst við hálfstaðlaðan spurningalista. Tekin verða viðtöl við iðjuþjálfa sem nota markmiðssetningu í starfi og skjólstæðinga þeirra á vinnustöðum iðjuþjálfa. Gögn verða kóðuð og greind í þemu samkvæmt sniðmátun. Í rannsókninni mun verða gætt fyllsta trúnaðar og hagur þátttakenda mun vera í fyrirrúmi. Einnig verður hugað að þeim siðferðiskröfum sem eiga við rannsóknina. Höfundar vonast til að áætlunin geti virkað sem hvatning til að nota markmiðssetningu meira í starfi, aukið gæði þjónustu og kynt undir áhuga annarra iðjuþjálfa á að kynna sér hana enn frekar. Gæti áætlunin því aukið fagmennsku og ýtt undir markviss vinnubrögð með árangursríkum hætti.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a thesis submitted for a B.Sc. degree in occupational therapy at the University of Akureyri. The purpose of this proposal is to explore the goal setting process in occupational therapy from the view point of both occupational therapists and their clients.
  Goal setting has for some time been a common part of occupational therapy intervention especially in rehabilitation and vocational rehabilitation. Studies have shown that goal setting is an important and beneficial part of intervention but how much it is used in practice is
  relatively unknown. With increased knowledge on goal setting it could be used more frequently and perhaps give better results. Authors proposed the following research question:
  What are occupational therapist’s and their clients experiences on goal setting as a process? A client-centered approach, as an ideology, is often said to be the cornerstone of occupational therapy and constitutes a large portion of the goal setting process. A considerable part of this
  client-centered approach is to encourage clients to participate and be involved in their own service. This is achieved through a therapist and client jointly composing achievement goals to measure and value progress, for example. A qualitative approach is used in this proposed
  study, the aim of which will be to gather information on the goal setting process from occupational therapists and their client’s perspective. A qualitative approach was preferred by authors in order to acquire a deeper understanding of each participants’ reality, to see if goal setting is truly beneficial and furthermore to explore relevant improvements. Template analysis will be implemented, an approach used within phenomenology to define themes into categories. In this proposed study authors will collect data with interviews from seven
  occupational therapists and each in turn will provide one of their own clients as a participant. An open, non-standardized interview frame format will be used. All interviews will be recorded and the data coded according to the prescribed template analysis. Authors will maintain full confidentiality and ensure that paramount priority will be given in respect to the participant’s welfare. The findings of this proposal could be an encouragement for occupational therapists to use goal setting more frequently and successfully. Outcomes of the study may also aim to increase competence in practice and pave the way for the future of goal setting as a process in occupational therapy.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa HS ÞB.pdf578.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna