is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30909

Titill: 
 • Háskólamenntaðir Austlendingar : megindleg rannsókn á búsetu að loknu háskólanámi og áhrifaþáttum á búsetuval
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Talsverður munur er á hlutfalli háskólamenntaðra einstaklinga eftir landsvæðum á Íslandi. Á landinu í heild hafa 33% einstaklinga á aldrinum 25–64 ára lokið háskólanámi. Hlutfallið er hæst á höfuðborgarsvæðinu þar sem 38% einstaklinga á aldrinum 25–64 eru með háskólapróf. Í þessari rannsókn er sjónum beint að háskólamenntun á Austurlandi en þar hafa 23% einstaklinga á aldrinum 25–64 ára lokið háskólanámi sem er nokkuð lægra en að landsmeðaltali. Könnuð er búseta þeirra sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift en 42% þeirra búa á Austurlandi fimm árum eftir útskrift. Hlutfall þeirra sem býr á sínu heimasvæði fimm árum eftir útskrift er 83% á höfuðborgarsvæðinu sem er mun hærra en annars staðar á landinu og hlutfallið fer lækkandi eftir því sem fjær dregur höfuðborgina, að undanskildu Norðurlandi eystra. Hlutfall aðfluttra á meðal háskólamenntaðra á Austurlandi er 37% en á höfuðborgarsvæðinu er það 21% en fer hækkandi eftir því sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu að undanskildu Norðurlandi eystra. Hlutfall aðfluttra og þeirra sem búa á sínu heimasvæði að námi loknu er svipað á Austurlandi og öðrum svæðum landsbyggðarinnar þar sem ekki eru háskólar. Líkur þess að þeir sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift búi á Austurlandi fimm árum eftir útskrift voru kannaðar út frá kyni, ólíkum háskólum og námformi. Konur sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift eru líklegri en karlar til að búa á Austurlandi fimm árum eftir útskrift, auk þess sem konur eru líklegri til að sækja sér háskólamenntun. Þeir sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift og stunduðu háskólanám við landsbyggðarháskólana þrjá; Háskólann á Hólum, Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri reyndust líklegri til að búa á Austurlandi fimm árum eftir útskrift heldur en þeir sem stunduðu nám við Háskóla Íslands. Stærsti einstaki áhrifaþátturinn á það hvort að Austlendingar komi til með að búa á Austurlandi að námi loknu er þó fjarnám. 70% þeirra sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift og stunduðu fjarnám býr á Austurlandi fimm árum eftir útskrift. Af þeim sem bjuggu á Austurlandi fimm árum fyrir útskrift og stunduðu staðnám bjó aðeins 33% á Austurlandi fimm árum eftir útskrift.

  Lykilhugtök: Búseta, háskólar, háskólamenntun, Austurland, fjarnám, dreifbýli.

 • Útdráttur er á ensku

  There is a considerable difference between educational levels in different regions of Iceland. In the country as a whole, 33% of all residents between the age 25 and 64 have a university degree. The proportion is highest in the capital area where 38% of residents
  aged 25 to 64 have a university degree. This research focuses on university education in the east area of Iceland where 23% of residents from 25 to 64 years old have a university degree.
  Residency of people who lived in the east area of Iceland five years prior to there graduation is mapped, 42% of them lived in the east area of Iceland five years after their graduation. The proportion of people living in their home region five years after graduation is 83% in the capital area. That is substantially higher than in other regions
  and decreases with more distance to the capital, apart from the North East. The proportion of new residents among university graduated in eastern Iceland is 37% but in the capital area it is 21% and is lower in more distance to the capital, apart from the North East. The proportion of new residents and people living in there home area is similar in eastern Iceland and in other regions in Iceland where there is no university.
  The odds of people who lived in the eastern region of Iceland five years prior to there graduation living in eastern Iceland five years after their graduation were calculated according to gender, different universities and form of learning. Women who lived in eastern Iceland five years prior to graduation are more likely than men to live in eastern Iceland five years after graduation. Women are also more likely than men to graduate from university. The residents of eastern Iceland five years prior to graduation and studied at any of the regional universities, University of Hólar, Bifröst University and the University of Akureyri, are more likely to live in eastern Iceland five years after
  graduation than those who studied at the University of Iceland.
  The biggest factor in the residency of people from the East living in the East after graduation is off-campus studying. 70% of those who lived in eastern Iceland five years prior to graduation and studied off-campus lived in eastern Iceland five years after graduation. Of the people who lived in eastern Iceland five years prior to graduation and studied on-campus, only 33% lived in eastern Iceland five years after graduation.
  Keywords: Residency, university, university education, eastern Iceland, distance
  learning, urban.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30909


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Háskólamenntaðir Austlendingar.pdf600.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna