Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30913
Tilgangur þessa verkefnis var að skoða stöðu útvarpsins, sér í lagi Rásar 2, út frá sögulegu samhengi sem og nýjungum á markaðnum á borð við Spotify. Einnig var farið yfir samband tónlistarfólks við útvarpsfólk. Rannsóknarspurningarnar voru; stafar útvarpinu ógn af tónlistarveitum á borð við Spotify og hver eru viðhorf tónlistarfólks til útvarpsins? Viðtal var tekið við fyrrum dagskrárstjóra Rásar 2 og núverandi tónlistarstjóra Rásar 2 og miðaðist því rannsóknin að miklu leyti við þá rás. Einnig var tekið viðtal við 7 tónlistarmenn og þeir spurðir út í samstarf sitt við útvarpsfólk sem og hvaða tilgangi þeim fyndist útvarpið gegna. Niðurstöður leiddu í ljós að það er margt líkt með þeirri þróun sem átti sér stað á Rás 1 á sínum tíma og er að gerast á Rás 2 í dag. Rásin virðist vera að missa tenginguna við yngri kynslóðina sem leitar á önnur mið. Unga kynslóðin notar Spotify í miklum mæli og telja flytjendur það æ mikilvægara tæki í markaðssetningu á tónlist. Tónlistarmenn sjá útvarpið meira sem tækifæri til þess á að koma sér á framfæri og vera í umræðunni heldur en beina tekjulind. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að ef tónlistarfólk sækist eftir því að hljóma í útvarpi er allra best að þekkja útvarpsfólkið ellegar geti reynst erfitt að koma sér á framfæri.
Lykilorð: Fjölmiðlar, útvarp, tónlist, Rás 2, Spotify.
The purpose of this dissertation is to research where the radio stands in the present day from a historical point of view and following all the new music services, like Spotify. Focus will also be on the collaboration between radio workers and musicians. The objectives are finding out the following; Are music services like Spotify a threat to radio stations? What are musicians’ attitudes towards the radio?
The former program manager at Rás 2 and the current music manager at Rás 2 were interviewed therefore focus was on that radio station. In addition seven music artists were interviewed and they were asked about their opinion on the radio and what role they think it plays in the music industry. Findings showed that there is much similarity between the developments of Rás 1 about 40 years ago and Rás 2 today. The channel seems to be losing touch with the younger generation, as happened 40 years ago, however now they are losing them to Spotify. Findings also showed that artists are starting to see the opportunities that Spotify offers when it comes to marketing their music and find that the radio plays a promoting role rather than a source of income. They agreed that it’s very important for them to have good connections into the radio business if they want to get their music aired.
Keywords: Media, radio, music, Rás 2, Spotify.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Er-einhver-ad-hlusta-pdf.pdf | 422,18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |