is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30914

Titill: 
 • "Það er bara spekileki úr greininni" : staða rannsóknarblaðamennsku í breyttu fjölmiðlaumhverfi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rannsóknarblaðamennska er flókið og víðfeðmt hugtak sem hefur reynst erfitt að skilgreina í opinberri sem og fræðilegri umræðu. Þrátt fyrir það er rannsóknarblaðamennska alla jafnan það sem margir telja vera helsta fórnarlamb þeirra breytinga sem fjölmiðlaheimurinn hefur gengið í gegnum á undanförnum árum í kjölfarið á gífurlega hröðum tæknibreytingum og þeim rekstrarörðugleikum sem fjölmiðlar hafa glímt við vegna þeirra. Í þessu verkefni var leitast eftir því að öðlast aukinn skilning á því hvað rannsóknarblaðamennska er, hver staða hennar sé hér á landi sem og að kanna mikilvægi birtingaformsins í rannsóknarblaðamennsku.
  Til þess var notast við viðtalsrannsókn þar sem starfandi rannsóknarblaðamenn voru spurðir hálfstaðlaðra spurninga. Í kjölfarið voru þessi viðtöl þemagreind og út frá því mátti greina fjögur meginþemu. Í fyrsta lagi að lítill eðlismunur væri á rannsóknarblaðamennsku og hefðbundinni blaðamennsku, munurinn lægi einna helst í ítarlegari verkferlum, mikilvægi reynslu blaðamanna og auknu svigrúmi þeirra til að sinna málum eins ítarlega og völ er á. Í öðru lagi kom í ljós að staða rannsóknarblaðamennsku á Íslandi væri erfið og að það sé bein afleiðing rekstrarörðugleika einkarekinna fjölmiðla. Í þriðja lagi var hávær krafa meðal viðmælenda um aukna aðkomu íslenskra stjórnvalda til að reyna að styrkja stöðu einkarekinna fjölmiðla. Í fjórða lagi þá töldu viðmælendur að birtingarformið væri ekki jafn mikilvægt og gæði efnisins.
  Lykilhugtök: Rannsóknarblaðamennska, rekstrarörðugleikar fjölmiðla, birtingarform fjölmiðla.

 • Útdráttur er á ensku

  Investigative journalism is a complicated concept that has proven to be difficult to define both within public discussion as well as academia. In spite of that, investigative journalism is among the things many people talk about as the largest victim of the recent changes within the media world. These changes have been brought on due to technology advancing by leaps and bounds and the media has struggled to find its footing economically as a result. The aim of this thesis is to further understand the concept that is investigative journalism and what it's status is within the Icelandic media market. Furthermore, it will be questioned if different platforms of presentation for investigative stories hold any kind of importance. To gain answers to these questions, interviews were conducted with Icelandic investigative journalists. The results revealed four main themes: First of all that the difference between investigative journalism and regular journalism was not that great. The most important distinction was that the level of intricacy was greater, journalists needed to have more experience as well as leeway to follow stories through to the end. Second of all it became clear that investigative journalism struggles in Iceland and those struggles are a direct result of the economic difficulties privately owned media companies are going through. The third notable theme was that there is a growing demand within the Icelandic media of some kind of government assistance in order to ensure the survival of private media companies. Finally, the last theme was that the presentation of stories was not as important as the quality of the material in question.
  Key concepts: Investigative journalism, economic problems of the media, platforms of presentation in media

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30914


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loka_ingolfur.pdf380.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna