is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30915

Titill: 
 • Samskipti lögreglu og fjölmiðla með tilkomu samfélagsmiðla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Alls staðar í kringum okkur sjáum við samfélagsmiðla. Helstu fréttir sem við lesum, sjá flestir á samfélagsmiðlum. Þeir eru allskonar og þar má nefna Twitter, Facebook og Snapchat svo dæmi séu tekin.
  Fjölmiðlar og lögregla nota samfélagsmiðla til þess að ná til almennings og flestallar stofnanir nota þá líka á einn eða annan hátt. Hvernig vinna samfélagsmiðlar með fjölmiðlum og lögreglu? Starf lögreglu er að vernda almenning og sjá til þess að farið sé að lögum og reglum sem gilda í landinu. Af hverju þá að notast við samfélagsmiðla?
  Tilgangur þessa verkefnis var að komast að því hvaða hlutverki samfélagsmiðlar gegna í samskiptum lögreglu og fjölmiðla? Hafa samskiptin eitthvað breyst eftir tilkomu samfélagsmiðla og hversu miklar breytingar hafa orðið á upplýsingaöflun í kjölfar þess?
  Eigindleg rannsóknar aðferð var notuð við gerð þessa verkefnið. Tekin voru viðtöl fjölmiðla- og lögreglumenn til þess að fá eins skýra og ítarlega mynd og mögulegt var. Einnig var leitað svara við spurningum eins og: Af hverju ver lögreglan tíma á samfélagsmiðlum? Og eru fréttir betri en áður var?
  Í ljós kom að fréttirnar eru ekki endilega betri nú en áður en upplýsingaöflunin er orðin mun ítarlegri. Auðveldara er að leita sér upplýsinga og leika samfélagsmiðlar þar stóra rullu. Í grunninn hafa samt ekki miklar breytingar sem átt sér stað. Vinna frétta- og lögreglumanna er sú sama fyrir og eftir samfélagsmiðla. Þeir þurfa ávallt að mæta á staðinn og vinna upp úr gögnum. Samfélagsmiðlar eru einungis til hjálpar í þeim efnum.
  Það sem kom í ljós og vakti mikinn áhuga var að persónuleg samskipti hafa minnkað og tölvuvæðingin tekið svolítið við.

 • Útdráttur er á ensku

  Everywhere around us we see social media. The latest news that we read, we see on social media. Social media is diverse and comes in many different forms, e.g. Twitter, Facebook and snapchat.
  The media and the police use social media to communicate with the general public. Most companies today are also starting to use social media in one way or another. How do social media companies work with the media and/or the police? The police are supposed to protect the public and makes sure that our laws and rules are being followed. But why do they use social media? The main purpose of this project is to find out which role social media has in communication between the media and police and how the emergence of social media has changed research
  and data collection processes? Qualitative method was used in this project. Four journalists and police personnel were interviewed to get the clearest and a more accurate image of the situation. This project also tries to answer questions such as why is the police spending their time on social media, and is the quality of news greater than before?
  It turns out that the quality is not necessary greater than before but research is more detailed now. It is easier to look after information and social media plays a big role in that part. Basically, there have not been so many changes. The work of journalists and police personnel
  has not change since the emergence of social media. They always need to attend the site and work out the data. Social media can only provide an aid in this regard. What is more, and is also somewhat surprising, is that personal communication has decreased and computerization has taken over a bit.

Samþykkt: 
 • 11.6.2018
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/30915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rebekka Rún Gunnlaugsdóttir.pdf568.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna