is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30916

Titill: 
  • Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum? : birtingarmynd kynjanna í íslenskum íþróttafréttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis fjalla um fjölmiðla og konur í íþróttum. Markmið verkefnisins er að gera tilraun til þess að svara því hvernig fjölmiðlar fjalla um konur í íþróttum og hvort umfjallanir hafa breyst í gegnum tíðina og þá hvernig. Fjallað verður um rannsóknir sem hafa verið gerðar, þar á meðal nýja rannsókn sem var kynnt fyrir almenningi á meðan verkefnið var unnið. Einnig verður farið yfir orðræðu kvennaíþrótta, forvarnargildi íþrótta, jafnréttisstefnu í fjölmiðlum í garð íþrótta og staðalímyndir. Tekin voru viðtöl við Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttakonu hjá RÚV og Skapta Hallgrímsson blaðamann við íþróttadeild hjá Morgunblaðinu. Þau gáfu innsýn meðal annars hvernig íþróttafréttir hafa þróast, hvort konur í íþróttum fái verðskuldaða athygli í fjölmiðlum og hvort skortur sé á kvenkyns fyrirmyndum í fjölmiðlum. Einnig voru tekin viðtöl við tvær afrekskonur í íþróttum, annars vegar Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur golfkonu og hinsvegar Fjólu Signý Hannesdóttur frjálsíþróttakonu. Þær segja frá sínum viðhorfum gagnvart fjölmiðlum og hvernig umfjöllun hefur verið um þær persónulega og svo almennt um konur í íþróttum. Niðurstaða þessa lokaverkefnis er sú að margt bendir til að Ísland er komið langt á veg hvað fjölmiðla varðar og umfjöllun þeirra um konur í íþróttum, samanborið við önnur lönd. Samt sem áður er íþróttafréttafólk og afrekskonur í íþróttum ekki sammála þegar kemur að umfjöllun um konur í íþróttum.
    Lykilhugtök: fjölmiðlar, umfjöllun, íþróttir, konur

  • Útdráttur er á ensku

    Subject of this project is about the media and women in sports. The goal of this project is an attempt to answer how the media discuss women in sports and if reviews has in any way changed over time and how. Researches that have been done will be covered, including a new
    research which was introduced to the public during the project. Also will be reviewed discourse of women sports, preventive of sports, media gender equality for sports and stereotypes. Interviews were taken with Eddu Sif Pálsdóttur sports news cast at RÚV and Skapta Hallgrímsson journarlist with the sport department at Morgunblaðinu. They gave insight how the sports news have developed, whether women in sports are getting worthy of attention with the media and if there is a lack of female role models in the media. Also interviews were taken
    of two achievements women in sports, Ólafíu Þórunni Kristisnsdóttur who competes in golf and Fjólu Signý Hannesdóttur who competes in athletics. They will report about attitudes to the media and how reviews have been about them personally and general about women in sports.
    Conclusion of the project is that it indicates that Iceland has come far ahead as far as the media is concerned and reviews about women in sports, compared to another countries. However sports journalists and achievements women do not always agree when it comes to reviews about
    women in sports.
    Key terms: media, reviews, sports, women

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30916


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fá konur verðskuldaða athygli í fjölmiðlum - Sigríður Grétarsdóttir.pdf716,08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna