is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30917

Titill: 
  • Eftirlit og áhrif þess á íslenskt samfélag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eins og titillinn gefur til kynna fjallar þessi ritgerð um eftirlit og áhrif þess á íslenskt samfélag. Eftirlit hefur aukist gífurlega í Vesturheimi á síðustu áratugum bæði í formi opinbers eftirlits svo sem gegnum eftirlitsmyndavélar, ýmis rafræn skráningar- og upplýsingaform, jafningjaeftirlit á samfélagsmiðlum og internetinu yfir höfuð. Einnig er stór hluti fólks í dag með snjalltæki á sér öllum stundum og geta því tekið myndir eða myndbönd af því sem það sér og sent út um allan heim á augabragði. Þetta aukna eftirlit hefur mismikil áhrif á hegðun fólks, meðvitund þess um sjálft sig og hegðun sína, þar sem miklar líkur eru á að verið sé að fylgjast með þeim á hinum ýmsu stöðum. Hér á eftir verður lögð áhersla á að greina vöxt og viðgang eftirlits með einstaklingum á Íslandi. Sú þróun sem hefur átt sér stað hér á landi verður einnig sett í samhengi við hugmyndir franska fræðimannsins Michael Foucault um alsæið og verða nýttar hér til þess að kafa dýpra í viðfangsefnið og skoða þá sjálfsögun sem á sér stað þegar fólk verður meðvitað um eftirlit.
    Í ljós kom að eftirlit hefur aukist töluvert með Íslendingum á síðustu áratugum með eftirlitsmyndavélum og rafrænni vöktun á vinnustöðum. Þetta aukna eftirlit leiðir til hegðunarbreytinga. Auk þess eru Íslendingar miklir notendur internets og samfélagsmiðla sem er enn ein birtingarmynd eftirlits og hefur einnig í för með sér hegðunarbreytingar. Þessum hegðanarbreytingum fylgir tilhneiging til þess að hegða sér í samræmi við skynjuð viðmið samfélagsins og í því felst ákveðin kúgun persónufrelsis og bæling tjáningarfrelsis.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay will focus on surveillance and its impact on individual behavior. Surveillance has increased considerably in the Western world in the previous decades, both in the form of official surveillance with the use of closed-circuit television (CCTV), various digital registration and information forms, social media surveillance between equals and the internet in general. A big number of people carry smart devices with them at all times and are thus able to take pictures or record videos of what they see and send all over the world in a matter of minutes. This increased surveillance has different effects on individual’s behavior, their awareness of themselves and their own actions, since it is highly likely that they are being observed at various places. The main focus will be on analyzing the growth and conservation of surveillance with individuals in Iceland. Surveillance development in Iceland will also be put into perspective with the ideas of the French scholar Michel Foucault concerning the “Panopticon”, which will be used in order to dig deeper in to this matter and look in to the self-discipline that occurs when people are aware of surveillance.
    The findings of the essay, are that surveillance has increased considerably with the Icelandic population in the last decades, with the use of surveillance cameras and electronic surveillance in the workplace. This increase in surveillance leads to changes in individual behavior. Additionally, Icelanders are immense users of the Internet and social media which are another embodiment of surveillance, which also brings about behavioral changes. These changes in behavior are controlled by the perceived norms in society and thereby diminish the individual‘s freedom of expression and oppress personal freedom.

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30917


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_eftirlitogahrifþessaislensktsamfelag_eyglokristins.pdf711.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna