is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30918

Titill: 
  • Af hverju vinnum við?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá upphafi iðnbyltingarinnar hefur vinna gegnt veigamiklu hlutverki í samfélaginu. Vinnan hefur mikil áhrif á stöðu hvar einstaklingurinn er staðsettur í samfélaginu. Hefðin fyrir atvinnuþátttöku á Íslandi hefur ávallt verið mikil og staðist samanburð við önnur OECD ríki. En af hverju vinnum við? Markmið þessarar ritgerðar er að svara spurningunni af hverju við vinnum og hvað sígildir fræðimenn hafa um málið að segja. Hvað er það í okkur manninum sem ýtir okkur flestum í að vinna. Rýnt verður í hugmyndir Adam Smith varðandi vinnu og hvaða hvatir maðurinn hefur gagnvart vinnunni. Einnig verður rýnt í kenningar Karl Marx um firringu mannsins gagnvart vinnu og kenningar Max Weber um vinnusiðferði mótmælandans og anda kapítalismans. Ásamt því að það verður farið yfir hugmyndir Weber um félagslega stöðu einstaklingsins í samfélaginu. Þegar umfjöllun um klassíska fræðimenn lýkur verður farið nánar yfir hvatir mannsins. Þarfapýramídi Maslow einblíndi á þarfir mannsins alveg frá grunn náttúrulegum þörfum í sálræn og félagsleg tengsl. Þarfapýramídi hefur haft mikil áhrif á hvatakenningar á 20.öldinni. Einnig verður rýnt í rannsókn Dan Ariely prófessor við Duke háskólann sem kannaði hvatann á bakvið við vinnu í rannsókn sem unnin var við Harvard og MIT háskóla. Í lokin verður rýnt í kenningar og dregnar ályktanir um hver ástæðan sé fyrir af hverju við vinnum. Búast mætti við því að svarið við spurningunni væri einföld og snerist um hið hefðbundna lífsviðurværi. Samfélagið og einstaklingurinn er flóknari en svo.
    Allir fræðimennirnir eru sammála um mikilvægi vinnunnar og að hún spili stórt hlutverk í sjálfsmynd einstaklings. Manninum er eðlislægt að vinna og framleiða hluti. Einnig er manninum eðlislægt að reyna ávallt að betrumbæta aðstæður sínar. Maðurinn sækist eftir viðurkenningu frá samfélaginu bæði til að fá hvata til að afreka meira en einnig til að færast til í stöðu í samfélaginu. Nútímasamfélag hins vegar setur okkur ákveðnar skorður um að upplifa frelsi til að fullnægja okkar náttúrulegum eiginleikum. Firring í nútímasamfélagi er eitthvað sem hrjáir nútímamanninn.
    Lykilorð: Vinna, Nútíminn, Firring, vinnusiðferði, Þarfapýramídi

  • Útdráttur er á ensku

    From the beginning of the industrial revolution work has played a pivotal role in society. Work has a great influence on the status of an individual in society. The tradition of Labour force participation rate in Iceland has always been high and has been comparable with other OECD countries. But why do we work? The purpose of this essay is to answer the question of why we work and what classical scholars have said about the subject. What's the driving force in man that pushes us towards work. Adam Smith's ideas regarding work and what motivates man will be taken into consideration in the essay. Karl Marx's theory of alienation will also be discussed regard to the work and Max Weber´s theories about the protestant ethic and the spirit of capitalism will be examined. Together with Weber's views on the social status of the individual in society. When the discussion of classical scholars concludes, the human needs will be further discussed. Maslow´s hierarchy of needs focuses on the needs of man from physiological needs to social and psychological needs. Maslow´s hierarchy of needs has been a great influence on incentive theories in the 20th century. I will also peer into research by Dan Ariely professor at Duke University, which explored the motivation behind work in a study conducted at Harvard and MIT University. At the end we will examine theories and draw conclusions about the reasons why we work. It could be expected that the answer to the question would be simple and focused on traditional livelihood. The society and the individual is more complex than such. All the scholars agree on the importance of the work and that it plays a major role in the individual's identity. It´s inherent for the man to work and produce objects. It´s also inherent for the man to try and better his circumstances. The man seeks recognition from society both to gain incentives to achieve more but also to move into different status in the society. On other hand modern society, places certain limits on experiencing freedom to satisfy our natural needs. Alienation in modern society is something that affects the modern man.
    Keywords: Work, modern times, alienation, work ethic, hierarchy of needs

Samþykkt: 
  • 11.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30918


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Af hverju vinnum við. B.A verkefni-nútímafræði-lokaskil.pdf468.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna