Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30919
Umræða um sjálfbærni er áberandi í samfélaginu í dag en hugtakið tekur allt í senn til umhverfis, efnahags og samfélags. Mengun og þverrandi auðlindir ógna samfélögum heimsins. Fátækt og efnahagsleg misskipting hindrar að komandi kynslóðir fái sömu tækifæri og núverandi kynslóð. Matarsóun og neytendahegðun er stór hluti af vandanum. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hverjar eru siðferðilegar skyldur einstaklinga þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð og hversu meðvitaðir þeir eru um þá skyldu. Jafnframt var athugað hvort samræmi er á milli vitundar um sjálfbærni og hegðunar sem styður við sjálfbæra þróun. Farið er yfir helstu atriði sem varða hugtökin sjálfbærni og sjálfbæra þróun og hvað skiptir máli til að henni verði náð. Í framhaldinu er farið yfir siðfræðikenningar þar sem rætt er um dygðasiðfræðina, siðfræði Kant og samfélagssáttmála Hobbes með það að markmiði að átta sig á forsendum siðferðilegrar breytni. Megindleg rannsókn var framkvæmd í formi spurningakönnunar þar sem spurt var um þekkingu á hugtakinu sjálfbærni og hegðun sem stuðlar að sjálfbærri þróun. Helstu niðurstöður eru þær að þekkingin er til staðar hjá flestum og vitund um tengsl athafna við neikvæða umhverfisþætti. Margir hafa tileinkað sér hegðun sem ýtir undir sjálfbæra þróun þrátt fyrir að bæta megi verulega úr og þá sérstaklega þegar kemur að samgöngumáta. Fáir nýta sér almenningssamöngur eða aðrar leiðir en einkabílinn til að komast á milli staða. Einnig virðist takmörkuð þekking á tengslum sjálfbærni við mikilvægi þess að útrýma fátækt. Þannig eru fæstir meðvitaðir um áhrif kauphegðunar á velferð einstaklinga. Auka þyrfti fræðslu til að almenningur geri sér betur grein fyrir hvaða þættir skipta máli fyrir sjálfbæra þróun. Mikilvægt er að hver einstaklingur setji sér siðferðileg gildi. Hins vegar er líklegt að jafnframt þyrfti að koma á samfélagssáttmála með aðkomu ríkisins þar sem ljóst er að einstaklingar gegna stóru hlutverki fyrir sjálfbæra þróun.
Lykilorð: Sjálfbærni, sjálfbær þróun, einstaklingar
Self-sustainability is a hot topic in communities today, and discussions involve different aspects that need to be addressed. These include environment, economic effects and social changes. Pollution and diminishing natural resources are a constant threat to the planet. Poverty and uneven distribution of wealth stand in the way for future generations to meet their needs in the same way as present generation. Food waste and consumer behaviour is a major part of the problem. The following essay addresses the ethical and moral obligations of individuals when it comes to social responsibility, which supports self-sustainability, and how individuals realize their responsibility in the matter. Furthermore, this essay explores if there is correlation between the understanding, and awareness, of self-sustainability and individuals actions. Key points and topics of self-sustainability and development are discussed and what actions need to be taken to achieve sustainability. Kant’s virtue theory and Hobbes social contract theory will be the theoretical framework of this essay with the purpose of finding the correct ethical conduct. Quantitative research was conducted through the form of questionnaires sent to individuals, who were asked about their knowledge and understanding of the term “self-sustainability” and their action to support it. The key findings of the study are that most individuals have the knowledge and awareness of the correlation between one’s own actions and the negative effect this can have on the environment. Many have started to act in such a way to support self-sustainability but improvements can still clearly be made, for example, when it comes to transportation. Too few make use of public transportation, or other forms of environmental friendly transport, instead choosing to use their own private automobile. Moreover, there seems to be limited knowledge of the connection between self-sustainability and general wellness of all individuals and the role it can play in the elimination of poverty. Few individuals are aware of the effect of their buying habits on the social wellbeing of others. People need to be more aware and educated about what issues are important for the development of self-sustainability. It is important that individuals set their ethical principles that support self-sustainable development. Additionally, it is recommended that individuals, governments and local authorities make a social contract between them on these matters, and this contract will play a key role in self-sustainability development.
Key words: Sustainability, self-sustainability, individuals
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samfélagsleg ábyrgð einstaklinga.pdf | 542,54 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |