is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30925

Titill: 
  • Samfélagsleg ábyrgð arkitekta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Enginn grein setur okkur í eins náið samband við samfélagið eins og arkitektúr. Hún tengir okkur við kynslóðir fortíðarinnar og framtíðar. Borgin er í þessu sambandi mest varanleg og áberandi. Hún hefur að geyma götur, torg, garða, landslag, byggingar, innréttingar o.s.frv. sem endast í aldir. Það er engin önnur menningarmynd sem hefur jafn mikil áhrif eins og borgin. Hún mótar manninn og menningarlegan og siðferðilegan sjóndeildarhring samfélagsins. Það er ábyrgð arkitekta sem fagmanna að taka ákvarðanir fyrir hönd annara samfélagsþegna, um breytingar og mótun á manngerðu umhverfi. Starf arkitekts snýst stöðugt um að taka ákvarðanir, stórar sem smáar. Ákvarðanir sem móta umhverfi okkar næstu áratugina. Starfinu fylgir mikil ábyrgð og skiptir máli að bæði arkitektar og almenningur sé meðvitaður um þessa ábyrgð og virðing hennar sé gagnkvæm. Í ritgerðinni verður leitast við að svara spurningum um hver þessi samfélagslega ábyrgð er og hvaða verkfæri arkitektar geta nýtt sér til þess að stuðla að samfélagslegri ábyrgð. Jafnframt verður kafað dýpra í siðfræði og lýst hvernig hún birtist okkur í hinu manngerða umhverfi. Viðtöl við nokkra reynda arkitekta um samfélagslega ábyrgð birt og fjallað um menntun í arkitektúr. Siðareglur AÍ verða einnig bornar saman við siðareglur arkitektafélaga á Norðurlöndunum. Að lokum verður athugað hvort samfélagsleg ábyrgð arkitekta endurspeglist í umhverfinu sem er að byggjast upp um þessar mundir með því að greina nokkrar byggingar og kynna niðurstöður. Ritgerðin er ekki hugsuð sem úrlausn, heldur er markmiðið að varpa ljósi á umræðuna um samfélagslega ábyrgð.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30925


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ellert - Samfélagsleg ábyrgð arkitekta.pdf6.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna