is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30927

Titill: 
  • Blönduð kynslóðabyggð : felast auking lífsgæði eldri borgara í blandaðri byggð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í nútíma samfélagi hefur líðan og heilsa eldri borgara setið svolítið á hakanum hjá þeim sem fara með stjórnartaumana. Staða eldri borgara er verulega erfið þegar horft er til búsetuúrræða og líðan þeirra. Stúdentar eru að eiga við svipaða þætti og eldri borgarar þegar horft er til andlegrar heilsu þeirra. Þar sem þeir eiga sameiginlegt við eldri borgara er einmanaleiki, þunglyndi, kvíði og almenn vanlíðan. Í þessari ritgerð mun ég fara yfir kerfið og núverandi stöðu aldraðra, stúdenta og leikskólabarna. Rannsóknir hafa sýnt að síðustu ár hafa til dæmis Hollendingar og Bretar tekið þá stefnu að efla samneyti eldri borgara við yngri kynslóðir. Þeir hafa ýmsar aðferðir til að auka vellíðan og félagsleg samskipti og má þar nefna búsetuúrræði með stúdentum, aukin félagsleg tengsl við leikskólabörn og blandaða kynslóðabyggð. Áhrif blandaðrar byggðar á lífsgæði eldri borgara er mér hugleikið efni. Ég mun koma til með að skoða kenningar Jane Jacobs í tengslum við svokallaða nágrannagæslu við blandaða byggð. Í nútíma samfélagi er mikilvægt að arkitektar hafi í huga hvernig byggingar eru útfærðar og að þeir hafi þær á þann hátt að hægt sé að nýta þær í blandaða kynslóðabyggð.
    Í þessari ritgerð eru helstu upplýsingar úr bókum tengdum arkitektúr, fyrirlestrar og fundir hjá Reykjavíkurborg og heimildir af netinu. Eftir að hafa skoðað og lesið ýmsar rannsóknir er alveg ljóst að blönduð kynslóðabyggð, þar sem fólk á öllum aldri kemur saman á einn stað og hjálpast að. Við sem ábyrgir samfélagsþegnar ættum að vilja sjá í okkar samfélagi.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð, Blönduð kynslóðabyggð, Elma Klara Þórðardóttir.pdf436.7 kBLokaðurHeildartextiPDF