Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/30929
Í þessari ritgerð leitast höfundur við að gera grein fyrir sjálfbærum byggingum á Íslandi og þá sérstaklega leikskólum. Sjálfbærni er skoðuð á fræðilegan hátt ásamt þeirri þróun sem hefur átt sér stað í heiminum og hefur orðið þess valdandi að afar brýnt er að innleiða sjálfbærni í samfélög sem fyrst.
Höfundur leggur til að horft verði til sjálfbærni þegar leikskólar eru hannaðir á Íslandi. Bæði hvað varðar hönnun bygginga sem og kennsluaðferðir og fræðslu. Staða Íslands í sjálfbærum byggingariðnaði er skoðuð og farið er yfir ákjósanlegan efnivið og lausnir sem stuðla að sjálfbærum byggingariðnaði. Einnig er gerð grein fyrir hjálpargögnum sem í boði eru við þá hönnun.
Höfundur tók viðtal við Margréti Pálu Ólafsdóttur leikskólakennara, uppeldis- og menntafræðing og stofnanda Hjallastefnunar á Íslandi. Einnig tók hún viðtal við Eddu Jhonsen, menntaðan leikskólakennara í Waldorfsfræðum og Sigrúnu Eiríksdóttur leikskólakennara. Leitað var að upplýsingum um stefnur leikskólanna varðandi skólastarf og uppeldisaðferðir og var upplýsingum safnað um húsakynni þeirra. Niðurstaðan úr þessari vinnu var að skólastarfið í þessum tilteknu leikskólum er að mestu leyti vistvænt. Þó er ekki verið að innleiða sjálfbærar byggingar þó sumar hverjar séu að hluta til vistvænar. Skoðað var hver ástæða þess er og hvað sé hægt að gera til að breyta því.
Loks eru tekin nokkur dæmi um vel heppnaðar sjálfbærar byggingar, bæði hérlendis og í Evrópu og gerð grein fyrir því hvað sjálfbær leikskóli stendur fyrir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð loka skjal.pdf | 1,02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |