is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/30935

Titill: 
  • Arkitektinn sem vantar í stéttartalið: Gunnar Hansson
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um Gunnar Hansson, arkitekt. Starfsferill hans spannar u.þ.b. 40 ár, frá byrjun sjötta áratugarins til loka þess níunda. Byggingar Gunnars má finna um land allt en þær kunnustu eru hluti af mikilvægu borgarlífi og ásýnd Reykjavíkur. Farið er yfir bakgrunn Gunnars, nám og starfsferil. Þar á eftir eru nokkur verk hans tekin fyrir, greind og saga þeirra rakin. Þau eru frá mismunandi tíma á ferli Gunnars og gefa því hugmynd um þróun hans sem arkitekts. Verkin eru af ýmsum toga og ættu að gefa góða mynd af fjölhæfni hans sem fagmanns. Gunnar Hansson var af kynslóð arkitekta sem allir hönnuðu í anda módernisma og höfðu mikil áhrif á íslenska byggingarsögu eftirstríðsáranna. Segja má, að öll verk Gunnars beri einhver einkenni þessarra stefnu. Hann gekk þó einu skrefi lengra en sumir af sömu kynslóð. Hann hafði mjög góð tök á formhugsun og braut reglulega upp rúmtak húsa sinna sem skilaði sér í fjölbreyttu samspili forms og rýmis í þrívídd. Sem módernista tókst honum áberandi vel að tengja hús sín við stað og umhverfi með viðeigandi efnis- og litavali jafnframt því að móta form húsa sinna eftir aðstæðum í umhverfinu. Sérstaklega má greina þessa módernísku hugsjón Gunnars í borgarbyggingum hans, en þær voru margar hverjar langt á undan sinni samtíð. Verk Gunnars Hanssonar sýna, að hann var tvímælalaust einn merkasti arkitekt sinnar kynslóðar hér á landi.

Samþykkt: 
  • 12.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/30935


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð Gunnar Hansson (Kristín Guðmundsdóttir).pdf622.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna